Fara í efni

Umhverfisátak Norðurþings og Heilbrigðiseftirlits 2007

Þátttakendum í hreinsunardegi laugardaginn 19. maí er þökkuð þátttakan.  Hreinsunarátak í Norðurþingi heldur áfram. Á næstu vikum mun sveitarfélagið verða með vörubíla á ferðinni við að fjarlægja garðaúrgang og annað rusl af lóðarmörkum.  Þeir sem vilja losna við stærri hluti utan/innan lóða á Húsavík/Reykjahverfi er bent á að setja sig í samband við verkstjóra þjónustustöðvar í síma 899 3418 sem mun leggja mat á hvort viðkomandi hlutur verður fjarlægður á kostnað sveitarfélagsins. Sérstaklega er ætlunin að hreinsa til á geymslusvæðum sunnan sláturhúss Norðlenska og í Tröllakoti.  Þeir sem eiga þar hluti eru beðnir um að merkja sér þá með skýrum hætti fyrir 31. maí n.k. þar sem fram kemur nafn eiganda og símanúmer og vera í sambandi við verkstjóra þjónustustöðvar varðandi áframhaldandi geymslu viðkomandi hlutar.  Gera má ráð fyrir að þeim hlutum sem ekki er gerð grein fyrir og standa utan lóða verði fargað.

Þátttakendum í hreinsunardegi laugardaginn 19. maí er þökkuð þátttakan.  Hreinsunarátak í Norðurþingi heldur áfram.

Á næstu vikum mun sveitarfélagið verða með vörubíla á ferðinni við að fjarlægja garðaúrgang og annað rusl af lóðarmörkum.  Þeir sem vilja losna við stærri hluti utan/innan lóða á Húsavík/Reykjahverfi er bent á að setja sig í samband við verkstjóra þjónustustöðvar í síma 899 3418 sem mun leggja mat á hvort viðkomandi hlutur verður fjarlægður á kostnað sveitarfélagsins.

Sérstaklega er ætlunin að hreinsa til á geymslusvæðum sunnan sláturhúss Norðlenska og í Tröllakoti.  Þeir sem eiga þar hluti eru beðnir um að merkja sér þá með skýrum hætti fyrir 31. maí n.k. þar sem fram kemur nafn eiganda og símanúmer og vera í sambandi við verkstjóra þjónustustöðvar varðandi áframhaldandi geymslu viðkomandi hlutar.  Gera má ráð fyrir að þeim hlutum sem ekki er gerð grein fyrir og standa utan lóða verði fargað.

Einnig verður gert átak í að fjarlægja númerslausa bíla sem eru á almannafæri. Í næstu viku verður skrifleg áminning límd á númerslausa bíla og eigendum gefinn vikufrestur til að fjarlægja þá. Að þeim tíma liðnum verða bílarnir fluttir á geymslusvæði, eigendum sent bréf og óskað eftir því að bílarnir verði sóttir. Ef þeir verða ekki sóttir verður þeim fargað eða þeir boðnir upp. Allur kostnaður sem til verður fellur á eiganda viðkomandi bíls.

Áfram verða gámar til losunar á garðaúrgangi.  Bæjarbúar eru hinsvegar hvattir til að fyrirkoma lífrænum garðaúrgangi snyrtilega á lítt grónum svæðum umhverfis bæinn til uppgræðslu.

Stöndum saman að því að bæta útlit sveitarfélagsins okkar.

Norðurþing og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands Eystra