Umsjónarmaður íþróttamannvirkja í Lundi og á Kópaskeri
70-80% starf umsjónarmanns íþróttamannvirkja í Lundi og á Kópaskeri er laust til umsóknar. Laun eru samkvæmt kjarasamningi.
Íþróttahúsin eru til afnota fyrir almenning í Kelduhverfi og Öxarfirði sem greiðir fyrir afnotin samkvæmt gjaldskrá. Sumarstarfsemi sundlaugarinnar í Lundi hefur verið boðin út og hún opin almenningi. Í íþróttahúsinu og sundlauginni í Lundi fer einnig fram íþrótta- og sundkennsla á vegum Öxarfjarðarskóla.
Starfslýsing
Umsjónarmaður íþróttamannvirkja ber ábyrgð á starfsemi íþróttamannvirkja í Lundi og á Kópaskeri. Veitir íþróttamannvirkjunum forstöðu og hefur umsjón með húseignum, tækjum og innanstokksmunum. Heldur að hluta til utan um rekstur, heldur utan um innheimtu fyrir afnot, sinnir lítilsháttar viðhaldi, sinnir þrifum og öðrum tilfallandi verkefnum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Iðnmenntun er kostur
- Reynsla af húvörslu og/eða viðhaldi íþróttamannvirkja eða annarra mannvirkja.
- Sjálfstæði, frumkvæði og lausnamiðuð hugsun.
- Mikil samskiptahæfni og góðir skipulagshæfileikar
- Reynsla af innkaupum og rekstri lítilla deilda eða eininga.
Umsóknarfrestur er til og með 5. september 2023.
Umsóknum skal skila á rafrænu formi til fræðslufulltrúa Norðurþings á netfangið jon@nordurthing.is
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík í síma 464 6100 eða með fyrirspurnum á netfangið nordurthing@nordurthing.is