Fara í efni

Umsókn um byggðakvóta í Norðuþingi

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa, m.a. í Norðurþingi, á fiskveiðiárinu 2009/2010. Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna á heimasíðu stofnunarinna.  Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2010. Auglýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan.

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa, m.a. í Norðurþingi, á fiskveiðiárinu 2009/2010.

Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna á heimasíðu stofnunarinna.  Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2010.

Auglýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan.

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2009/2010 sbr. reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 82, 29. janúar 2010

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög:

Snæfellsbær (Ólafsvík)

Bolungarvík

Langanesbyggð (Bakkafjörður)

Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 163/2010 í Stjórnartíðindum.

 

Sveitarfélagið Árborg (Eyrarbakki)

Grundarfjarðarbær

Tálknafjarðarhreppur

Kaldrananeshreppur (Drangsnes)

Húnaþing vestra (Hvammstangi)

Akureyrarbær (Grímsey, Hrísey)

Norðurþing (Húsavík, Kópasker, Raufarhöfn)

Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar, og þar eru ofangreindar reglur einnig aðgengilegar.  Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2010.

 

Fiskistofa, 27. febrúar 2010.