Undirskrift samstarfssamnings "Virkjum alla" og IDEGA
Verkefnið 'Virkjum alla!' er afmarkað þriggja ára átaksverkefni sveitarfélaganna Aðaldælahrepps, Húsavíkurbæjar og Þingeyjarsveitar og er verkefnið styrkt af Byggðastofnun.
Undirskrift samstarfssamnings "Virkjum alla" og IDEGA
(Á myndinni er lengst til vinstri Susan Martin, verkefnisstjóri "Virkjum alla", Gunnar Páll Þórisson frá Idega, Sigurður Tómas Björgvinsson verkefnisstjóri "Sunnan3", og Guðni B. Guðnason framkvæmdastjóri ANZA.)
Verkefnið 'Virkjum alla!' er afmarkað þriggja ára átaksverkefni sveitarfélaganna Aðaldælahrepps, Húsavíkurbæjar og Þingeyjarsveitar og er verkefnið styrkt af Byggðastofnun.
Sveitarfélögin þrjú hafa ákveðið að vinna í sameiningu að uppbyggingu rafræns samfélags og stuðla að eflingu þekkingar og menntunar sem lið í atvinnuþróun og bættum lífsgæðum í byggðarlaginu til framtíðar og er þetta verkefni liður í þeirri uppbyggingu.
Verkefni þetta var annað tveggja sem hlaut styrk Byggðastofnunar undir formerkjum 'Rafræns samfélags' en efnt var til samkeppni um verkefnistillögur árið 2003. Hitt verkefnið sem hlaut styrk er Sunnan3 sem er samstarfsverkefni sveitarfélaganna Árborgar, Hveragerðis og Ölfuss.
Verkefnin "Virkum alla" og "Sunnan 3" eru um margt ólík en sameinast um áherslu á rafræna þjónustu sveitarfélaganna. Verkefnisstjórnir beggja verkefnanna völdu veflausnir Idega, sem er íslenskt-sænskt hugbúnaðarfyrirtæki, sem meðal annars hefur þróað rafrænar skólaþjónustur fyrir sveitarfélög.
Undirritun þessa samnings fór fram nú á föstudaginn, 6. maí. Samningurinn nær til kaupa á tilbúnum veflausnum fyrir grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla, auk þess sem þróa á rafræna þjónustu fyrir skipulags- og byggingasvið sveitarfélaganna.
Þjónustan verður virkjuð á svokölluðum þjónustutorgum sem íbúar fá aðgang að í gegnum www.skjalfandi.is. (www.skjalfandi.is)