Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2017
Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2017
Hlutverk sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni, auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrkitil menningarmála.
Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður og miðast styrkveitingar við árið 2017.
Frekari upplýsingar um umsóknarferlið, úthlutunarreglur 2017, áherslur sjóðsins og Sóknaráætlun Norðurlands eystra er að finna á heimasíðu Eyþings www.eything.is og atvinnuþróunarfélaganna www.afe.is og www.atthing.is.
Auglýsinguna má nálgast með því að smella hér
Umsóknum skal skilað rafrænt til uppbyggingarsjóðs á netfangið uppbygging@eything.is á þar til gerðum eyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu Eyþings og atvinnurþóunarfélaganna.
Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér verklagsreglur uppbyggingarsjóðs á heimasíðu Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna.
Starfsmenn sjóðsins verða með viðveru og vinnustofur á starfssvæðinu í tengslum við úthlutunina þar sem veitt verður ráðgjöf við gerð umsókna.
Viðvera starfsmanna uppbyggingarsjóðs verður á eftirfarandi stöðum:
-
Akureyri 16. jan. og 10. feb. kl. 9-15 Skrifstofu Eyþings
-
Dalvíkurbyggð 23. jan. kl 10-12 Menningarhúsinu Bergi
-
Ólafsfjörður 23. jan. kl. 13-14 Bókasafni Fjallabyggðar Ólafsfirði
-
Siglufjörður 23. jan. kl. 15.30-16 Ráðhúsinu Siglufirði
-
Mývatnssveit 24. jan. kl. 10-12 Skrifstofu Skútustaðahrepps
-
Laugum 24. jan. kl. 14-15.30 Seiglu – miðstöð sköpunar
-
Húsavík 25. jan. kl. 9-11 Skrifstofu Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga
-
Kópasker 25. jan. kl. 13 -14 Skrifstofu Norðurþings
-
Raufarhöfn 25. jan. kl. 15-16 Skrifstofu Norðurþings
-
Þórshöfn 26. jan. kl. 9-11 Skrifstofu Langanesbygðar
-
Grímsey 31. jan. kl. 14-16 Félagsheimilinu Múla
-
Hrísey 1. feb. kl. 10-11 Húsi Hákarla Jörundar
-
Grenivík 1. feb kl. 15-16 Skrifstofu Grýtubakkahrepps
Vinnustofur í umsóknargerð verða á eftirtöldum stöðum:
-
Laugum, Seiglu – miðstöð sköpunar 24. janúar kl. 16-19
-
Húsavík, skrifstofu Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga 24. janúar kl. 20- 23
-
Grunnskólanum Raufarhöfn, 25. jan. kl. 17-20
-
Akureyri, skrifstofu Eyþings 7. febrúar kl. 9-12
-
Akureyri, skrifstofu Eyþings 8. febrúar og 16-19
Á vinnustofum gefst umsækjendum tækifæri á að koma með umsóknir í vinnslu, fá aðstoð og leiðbeiningar. Nauðsynlegt er að skrá sig og vinnustofur og panta viðtalstíma á netfanginu menning@eything.is.
Frekari upplýsingar um styrki veita, á sviði menningar Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir netfang menning@eything.is eða í síma 464 9935. Upplýsingar um styrki til atvinnuþróunar og nýsköpunar veita Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Ari Páll Pálsson á netfanginu aripall@atthing.is sími 464 0416 og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Baldvin Valdemarsson á netfanginu baldvin@afe.is eða í síma 460 5701.