Uppbyggingarstefnan!
06.11.2007
Tilkynningar
Páll Ólafsson félagsráðgjafi flutti erindi fyrir foreldra barna í Borgarhólsskóla.
Fjölskylduþjónusta Þingeyinga og foreldrafélag Borgarhólsskóla stóð fyrir fyrirlestrinum sem fór fram í Miðhvammi
mánudaginn 29. október síðastliðinn. Í erindi sínu fjallaði Páll um Uppbygginastefnuna og fór yfir 10 ráð til foreldra
í anda Uppbyggingarstefnunnar.
Páll Ólafsson félagsráðgjafi flutti erindi fyrir foreldra barna í Borgarhólsskóla. Fjölskylduþjónusta Þingeyinga og foreldrafélag Borgarhólsskóla stóð fyrir fyrirlestrinum sem fór fram í Miðhvammi mánudaginn 29. október síðastliðinn. Í erindi sínu fjallaði Páll um Uppbygginastefnuna og fór yfir 10 ráð til foreldra í anda Uppbyggingarstefnunnar.
Eins og nafnið gefur til kynna þá felur Uppbyggingastefnan í sér að sífellt er verið að leita leiða til að byggja barnið upp í uppeldinu. Mistök eru t.d. álitin tækifæri til þess að læra af þeim, en allir eiga það til að gera mistök. Mæting var mjög góð og hafði Páll sérstaklega orð á því að hann hefði aldrei séð jafn hátt hlutfall feðra á fyrirlestri hjá sér fyrir foreldra skólabarna.