Upplýsingafundur Landsvirkjunar vegna vindorkunýtingar austan Húsavíkurfjalls
19.02.2024
Fréttir
Norðurþing hefur veitt Landsvirkjun stöðuleyfi til loka júní 2026 fyrir lidar mælitæki og rafstöðvakerru til vindorkurannsókna í landi Norðurþings. Fyrirhuguð staðsetning mælibúnaðar er austan Húsavíkurfjalls við Reyðará og er nánar sýnd á korti sem fylgir erindi. Markmiðið er að mæla veðurfarslega þætti til að styðja við rannsóknir á fýsileika vindorkunýtingar á svæðinu.
Fimmtudaginn 22. febrúar kl. 17:00 mun Landsvirkjun kynna fyrirhugaðar rannsóknir á upplýsingafundi á Gamla Bauk á Húsavík. Unnur María Þorvaldsdóttir, forstöðumaður þróunar vindorku hjá Landsvirkjun mun kynna rannsóknaráfromin og svara spurningum. Íbúar Norðurþings eru hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér málið.