Fara í efni

Upplýsingamiðstöð vegna efnahagsástandsins

Stjórnvöld hafa sett á fót upplýsingamiðstöð vegna efnahagsástandsins á Íslandi. Forsætis- og utanríkisráðuneyti unnu að undirbúningi upplýsingamiðstöðvarinnar en fleiri ráðuneyti koma að efnisöflun og símaþjónustu. Markmið hennar er að einfalda aðgengi almennings að upplýsingum um hvað eina sem viðvíkur efnahagsástandinu.

Stjórnvöld hafa sett á fót upplýsingamiðstöð vegna efnahagsástandsins á Íslandi. Forsætis- og utanríkisráðuneyti unnu að undirbúningi upplýsingamiðstöðvarinnar en fleiri ráðuneyti koma að efnisöflun og símaþjónustu. Markmið hennar er að einfalda aðgengi almennings að upplýsingum um hvað eina sem viðvíkur efnahagsástandinu.

 

Á vefnum http://www.island.is/efnahagsvandinn er nú að finna á einum stað traustar og yfirgripsmiklar upplýsingar um efnahagsástandið á Íslandi, til hvaða ráðstafana opinberir aðilar hafa gripið og hvert er hægt að leita eftir úrræðum. Á vefnum er einnig fréttaveita þar sem finna má fréttir sem tengjast efnahagsástandinu. Að auki er fyrirspurnum svarað í síma 800 1190 og í tölvupósti (midstod@island.is).

Einnig er vakin athygli á upplýsingagátt stjórnvalda gagnvart umheiminum vegna efnahagsástandsins á Íslandi á http://www.iceland.org/info. Þar verða aðgengilegar upplýsingar sem stjórnvöld vilja koma á framfæri um áhrif og viðbrögð við því ástandi sem skapast hefur og aðgerðir sem stjórnvöld hafa gripið til. Upplýsingarnar þar eru settar fram á ensku.