Fara í efni

Upplýsingar um sorphirðu í Norðurþingi

Sorphirða á Húsavík er að öllu jöfnu hálfsmánaðarlega, þ.e. suðurbær er hreinsaður aðra vikuna og norðurbærinn hina. Mörk milli bæjarhluta eru miðuð við Búðará. Yfir sumartímann verður bærinn hreinsaður vikulega sé þess þörf. Í Reykjahverfi er sorphirðan vikuleg yfir sumartímann en annars á 2ja vikna fresti. Í Kelduhverfi, á Kópaskeri, Öxarfirði og Raufarhöfn er vikuleg hreinsun. 

Sorphirða á Húsavík er að öllu jöfnu hálfsmánaðarlega, þ.e. suðurbær er hreinsaður aðra vikuna og norðurbærinn hina. Mörk milli bæjarhluta eru miðuð við Búðará. Yfir sumartímann verður bærinn hreinsaður vikulega sé þess þörf. Í Reykjahverfi er sorphirðan vikuleg yfir sumartímann en annars á 2ja vikna fresti. Í Kelduhverfi, á Kópaskeri, Öxarfirði og Raufarhöfn er vikuleg hreinsun. 

Sorpbrennslustöðin er opin fyrir móttöku sorps frá almenningi og fyrirtækjum virka daga frá kl. 09:00 til 17:00 og á laugardögum frá kl. 10:00 til 15:00. Gróðurgámar eru tveir á planinu sunnan við GPG, annar fyrir tré og runna og hinn fyrir annan garðaúrgang s.s. gras, torf og þess háttar. Einnig er gróðurgámur við sorpstöðina. Fólk er beðið um að losa ekki gróðurúrgang við veginn upp að Húsavíkurfjalli heldur nota gámana. Símar í stöð eru 464 1513 (afgreiðsla) og 464 1519 (framkvæmdastjóri).