Fara í efni

Uppskeruhátíð ferðamála á Norðurlandi

Markaðsstofa ferðamála á Norðurlandi hefur staðið fyrir uppskeruhátíðum ferðaþjónustunnar á Norðurlandi undanfarin 5 ár. Uppskeruhátíðin var haldin í Mývatnssveit þetta árið og þótti takast einstaklega vel enda einmuna blíða, sól og blanka logn. Alls mættu á annað hundrað einstaklingar úr ferðaþjónustunni á Norðurlandi á hátíðina. Farið var vítt og breytt um Mývatnssveit og áhugaverðir staðir heimsóttir, m.a. Víti, Krafla, Námaskarð, Fuglasafn Sigurgeirs, Hótel Gígur, Dimmuborgir og Jarðböðin.  

Markaðsstofa ferðamála á Norðurlandi hefur staðið fyrir uppskeruhátíðum ferðaþjónustunnar á Norðurlandi undanfarin 5 ár. Uppskeruhátíðin var haldin í Mývatnssveit þetta árið og þótti takast einstaklega vel enda einmuna blíða, sól og blanka logn.

Alls mættu á annað hundrað einstaklingar úr ferðaþjónustunni á Norðurlandi á hátíðina. Farið var vítt og breytt um Mývatnssveit og áhugaverðir staðir heimsóttir, m.a. Víti, Krafla, Námaskarð, Fuglasafn Sigurgeirs, Hótel Gígur, Dimmuborgir og Jarðböðin.  

Hátíðarkvöldverður var svo haldinn á Hótel Reynihlíð. Markaðsstofan vill þakka öllum þeim fjölmörgu aðilum sem komu að hátíðinni og studdu við framkvæmd hennar, en sérstakar þakkir fá Þorgeir hjá Mývatnsstofu og Eyrún hjá Jarðböðunum sem höfðu veg og vanda að undirbúningi hátíðarinnar.

Helga Haraldardóttir skrifstofustjóri ferðamála hjá Iðnaðar og ferðamálaráðuneyti afhenti Dimmuborgum ehf viðurkenningu fyrir nýung í ferðaþjónustu. Ólöf Ýrr Atladóttir Ferðamálastjóri afhenti Sigrúnu Jóhannsdóttur á Sel Hótel Mývatni viðurkenningu fyrir áratuga þjónustu við ferðamenn í Mývatnssveit. Loks veitti Pétur Rafnsson formaður Ferðamálasamtaka Íslands, Helgu Árnadóttur fulltrúa Vatnajökulsþjóðgarðs sérstaka viðurkenningu Ferðamálasamtakanna fyrir faglega uppbyggingu á gestastofu, þ.e. Gljúfrastofu í mynni Ásbyrgis.