Úrslit úr kosningu um jólatré á Húsavík 2018
23.11.2018
Tilkynningar
Kosningu um jólatré á Húsavík í ár er nú lokið og úrslit liggja fyrir. Óhætt er að segja að meðal þeirra 281 kjósenda sem kusu hafi verið einhugur um hvaða jólatré hugnaðist þeim. Jólatréið sem mun skarta sínu fegursta á Húsavík kemur því í ár úr garðinum á Fossvöllum 6 en það hlaut 231 atkvæði eða um 82% atkvæða. Nú í morgun var tréið fellt og unnið er við að setja það upp á hefðbundnum stað á Húsavík.
Ljósin á jólatrénu verða tendruð sunnudaginn 2. desember, kl. 17:00 með hefðbundinni dagskrá ávarpa, hugvekju, söng og skemmtun. Að sjálfsögðu munu jólasveinar dúkka upp.