Fara í efni

Úthlutun byggðakvóta

Fiskistofa auglýsir úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2008/2009 sbr. reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 557, 25. júní 2009.

Fiskistofa auglýsir úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2008/2009 sbr. reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 557, 25. júní 2009.

Auglýst er eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög:

Grundarfjarðarbær

Borgarfjarðarhreppur (Borgarfjörður eystri)

Seyðisfjörður

Sveitarfélagið Norðurþing (Húsavík, Kópasker, Raufarhöfn)

Akureyrarbær (Hrísey, Grímsey)

 

Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í hlutaðeigandi byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 671/2009 í Stjórnartíðindum.

Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar, og þar eru ofangreindur reglur einnig aðgengilegar.  Umsóknarfrestur er til og með 17. ágúst 2009.

Fiskistofa, 31. júlí 2009.