Úthlutun fyrstu styrkja Menningarráðs Eyþings
Í gær úthlutaði Menningarráð Eyþings verkefnastyrkjum til menningarstarfs á starfssvæði Eyþings. Er þetta fyrsta úthlutun ráðsins og fór athöfnin fram í Þorgeirskirkju við Ljósavatn að viðstöddu fjölmenni. Alls bárust ráðinu 54 umsóknir um rúmar 37 milljónir. 25 verkefni hlutu styrk að upphæð rúmar 12 milljónir króna. Ávörp fluttu Kristján L. Möller samgönguráðherra og Sigrún Björk Jakobsdóttir, formaður menningarráðs sem kynnti niðurstöður ráðsins. Flutt voru tónlistaratriði af styrkþegum sem og brot úr brúðuleiksýningu. Að þessu sinni féll hæsti styrkur ráðsins í skaut verkefnisins „Leikum saman" Verkefnið „Leikum saman" felur í sér uppsetningu á söngleiknum „Wake me up" eftir Hallgrím Helgason rithöfund og listamann. Þátttakendur í söngleiknum er ungt fólk, nemendur á unglingastigi í grunnskólum og á framhaldsskólastigi. Listrænir stjórnendur eru Arnór B. Vilbergsson, tónlistarstjóri og Guðjón Davíð Karlsson, leikstjóri. Menningarráð Eyþings vonar að styrkir þessir verði menningar- og listalífi á svæðinu hvatning til áframhaldandi góðra verka.
Eftirtalin verkefni hlutu styrk Menningarráðs Eyþings árið 2007.
Heiti verkefnis |
Umsækjandi |
Allt í þróun: Allt um jól árið 2007 |
Myriam Dalstein |
Álfadans og þrettándagleði í Mývatnssveit |
Snow Magic, Myvatnsstofa og Atvinnuþr.félag Þing. |
Aðventuhátíð í Langanesbyggð |
Fræðslu- og menningarnefnd Langanesbyggðar |
Leiksýning í Grímsey |
Kvenfélagið Baugur Grímsey |
Afríkutónlist, vinnubúðir með ungmennum og leiðbeinendum |
Tónlistarskói Húsavíkur |
Kartaflan í 200 ár |
Akureyrarakademían |
Fornleifaskóli barnanna |
Fornleifaskóli barnanna |
Söngvaka í húminu |
Kristjana Arngrímsdóttir |
Kammerkór Norðurlands - "að koma kórnum á kortið" |
Kammerkór Norðurlands |
Undirbúningur Barroksmiðju |
Kammerkórinn Hymnodia |
Börn syngja fyrir börn |
Æskulýðskór Glerárkirkju |
Afrísk tónlist í grunnskólum á Norðurlandi |
Tónlistarskóli Hafralækjarskóla |
Stuttmyndafestivalið Stulli |
Stuttmyndafestivalið Stulli |
Menning á Húsabakka |
Menningar- og listasmiðja á Húsabakka |
Menningarerfðir og nýsköpun - 6 samstarfsverkefni |
Safnasafnið |
Réttardagur |
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir |
Skólabúðir |
Kiðagil |
Skólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands |
Skólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands |
"Þú ert nú meiri jólasveinninn" |
Snow Magic, "þú ert nú meiri jólasveinninn" |
Íslensk þjóðlög og saga síldveiða við Ísland |
Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar og Síldarminjasafnið á Siglufirði |
Útilegumenn í Ódáðahrauni |
Svartárkot menning-náttúra |
Barnabók um Gásir |
Hörgárbyggð |
Vetrardagskrá Tónlistarhússins Laugarborgar |
Tónvinafélag Laugarborgar |
Klókur ertu - Einar Áskell |
Fígúra ehf. |
Leikum saman |
Arnór B. Vilbergsson og Guðjón Davíð Karlsson |