Vaka þjóðlistahátíð- tónleikar í Húsavíkurkirkju
Tríó Mharhi Baird og íslenskir kvæðamenn munu koma fram á þjóðlagatónleikum í Húsavíkurkirkju sunnudaginn 19. júní nk. kl. 20:00.
Tríóið samanstendur af Mahrhi Baird sem er flautuleikari og söngvari frá Skotlandi, Tadhg Meachair frá Írlandi sem spilar á harmóniku og Joanna Hyde sem er fiðluleikari frá Bandaríkjunum. Þetta eru ungir tónlistarmenn, sem hittust fyrst í Irish World Academy of Music & Dance í Limerick á Írlandi. Þau hafa mikla ástríðu fyrir hefðbundinni tónlist og vinna með sinn persónulega og sameiginlega tónlistararf sem hljóðfæraleikarar, kennarar og tónskáld. Útkoman er einstök blanda af gömlu og nýju. Með þeim í för verða kvæðamenn sem skemmta tónleikagestum með ramm-íslenskum kvæðasöng og tvísöngvum. Kvæðamennirnir eru Svanfríður Halldórsdóttir, Guðrún Ingimundardóttir, Gústaf Daníelsson og Örlygur Kristfinnsson.
Tónleikarnir eru hluti af þjóðlistahátíðinni Vöku(www.vakafolk.is) sem nú er haldin í annað sinn. Miðstöð hátíðarinnar er í Deiglunni á Akureyri og þar verða haldnir tónleikar og tengdir viðburðir dagana 15. - 18. júní nk.
Aðgangseyrir er kr. 1.500/1.000.
(Afsláttur veittur fyrir námsmenn, eldri borgara, öryrkja og atvinnulausa)
Upplýsingar um viðburðinn má einnig finna á facebook.