Fara í efni

Veftorgin opnuð fyrir íbúa Norðurþings

Nú geta allir íbúar 18 ára og eldri, fengið sína eigin rafrænu þjónustugátt hjá sínu sveitarfélagi, Norðurþingi, Aðaldælahreppi eða Þingeyjarsveit. Hluti af torgunum krefst ekki innskráningar þannig að hinir geta vafrað um líka og skoðað hvað þar er í boði.   Skjálfandatorg veitir aðgang að rafrænum þjónustugáttum sem gera íbúum í byggðarlaginu kleift að sinna erindum sínum og sækja þjónustu til samstarfsaðilanna, sem standa að átaksverkefninu Virkjum alla – rafrænt samfélag.  
Nú geta allir íbúar 18 ára og eldri, fengið sína eigin rafrænu þjónustugátt hjá sínu sveitarfélagi, Norðurþingi, Aðaldælahreppi eða Þingeyjarsveit. Hluti af torgunum krefst ekki innskráningar þannig að hinir geta vafrað um líka og skoðað hvað þar er í boði.
 
Skjálfandatorg veitir aðgang að rafrænum þjónustugáttum sem gera íbúum í byggðarlaginu kleift að sinna erindum sínum og sækja þjónustu til samstarfsaðilanna, sem standa að átaksverkefninu Virkjum alla – rafrænt samfélag.
 
Íbúar þurfa að skrá sig og fá lykilorð inn á Íbúatorg, sem er gagnvirk þjónustugátt hjá viðkomandi sveitarfélagi. Lykilorðið gefur einnig aðgang að tímabókunarkerfi heimilislækna á Heilsutorgi, sem Heilbrigðisstofnun Þingeyinga hefur umsjón með.
 
Þá er opinn aðgangur að fræðslu og ráðgjöf um fjármál á Sparitorgi sem Sparisjóður Suður-Þingeyinga sér um og á Þekkingartorgi er að finna tenglasafn með úrvali af áhugaverðum vefsíðum um allt milli himins og jarðar.
 
Mjög góðar leiðbeiningar er að finna á vefsíðunni. Því er ekkert því til fyrirstöðu að skrá sig inn og prufa. Vefslóðin er:  www.skjalfandi.is