Fara í efni

Vegagerðin bætir upplýsingagjöf á þjóðvegi 85 um Tjörnes

Eins og glöggir vegfarendur um þjóðveg 85, Norðausturveg, hafa eflaust tekið eftir er komið upplýsingaskilti rétt norðan við afleggjarann upp á Húsavíkurfjall.  Á þessu skilti sem Vegagerðin kom upp eru m.a. upplýsingar um vind og hitastig á Tjörnesi austanverðu, rétt sunnan Bangastaða. Þá er hægt að koma ýmsum öðrum upplýsingum til skila á skiltinu, t.a.m. styrk vindhviða og eins ef vegurinn er lokaður. Sams konar skilti var sett upp fyrir þá sem leið eiga vestur um og er það staðsett við Ásbyrgi.

Eins og glöggir vegfarendur um þjóðveg 85, Norðausturveg, hafa eflaust tekið eftir er komið upplýsingaskilti rétt norðan við afleggjarann upp á Húsavíkurfjall.  Á þessu skilti sem Vegagerðin kom upp eru m.a. upplýsingar um vind og hitastig á Tjörnesi austanverðu, rétt sunnan Bangastaða. Þá er hægt að koma ýmsum öðrum upplýsingum til skila á skiltinu, t.a.m. styrk vindhviða og eins ef vegurinn er lokaður.

Sams konar skilti var sett upp fyrir þá sem leið eiga vestur um og er það staðsett við Ásbyrgi.