Vel heppnað íbúaþing
Rúmlega tvö hundruð manns tóku þátt í vel heppnuðu
íbúaþingi í dag. Þingið var haldið í Borgarhólsskóla við góðar aðstæður. Bæjarstjóri Reinhard
Reynisson setti þingið og var að auki þingforseti. Starfsmenn Tækniþings útskýrðu vinnu sína við aðalskipulag bæjarins á
greinargóðan hátt í máli og myndum. Umræðuhópar voru að störfum og verður spennandi að sjá hvað kemur útúr
þeirri vinnu, en það verða nemendur Framhaldsskólans á Húsavík sem safna saman niðurstöðum frá hópstjórum og
skrá þær. Niðurstöður verða svo kynntar á opnum fundi eftir um það bil hálfan mánuð. Hann mun verða auglýstur
síðar.
Bæjarbúum er þökkuð góð og málefnaleg þátttaka.
Rúmlega tvö hundruð manns tóku þátt í vel heppnuðu íbúaþingi í dag. Þingið var haldið í
Borgarhólsskóla við góðar aðstæður. Bæjarstjóri Reinhard Reynisson setti þingið og var að auki þingforseti. Starfsmenn
Tækniþings útskýrðu vinnu sína við aðalskipulag bæjarins á greinargóðan hátt í máli og myndum.
Fulltrúi ungu kynslóðarinnar las úr ritgerð sinni og tveggja annarra nemenda um þeirra sýn á Húsavíkurbæ
framtíðarinnar. Samkór Húsavíkur söng undir stjórn Hólmfríðar Benediktsdóttur og slysavarnarkonur og kvenfélagskonur
sáu í sameiningu um kaffiveitingar sem voru í boði Húsavíkurbæjar. Umræðuhópar voru að störfum og verður spennandi að
sjá hvað kemur útúr þeirri vinnu, en það verða nemendur Framhaldsskólans á Húsavík sem safna saman niðurstöðum
frá hópstjórum og skrá þær. Niðurstöður verða svo kynntar á opnum fundi eftir um það bil hálfan mánuð. Hann
mun verða auglýstur síðar.
Bæjarbúum er þökkuð góð og málefnaleg þátttaka.
Fulltrúi ungu kynslóðarinnar í ræðustóli á íbúaþingi