Fara í efni

Velheppnuð Húsavíkurhátíð

Nú er velheppnaðaðri Húsavíkurhátíð er lokið. Dagskráin var mjög fjölbreytt þar sem allir fundu eitthvað við sitt hæfi. Þetta var í fyrsta skipti sem Húsavíkurhátíð er haldin með þessu sniði.  Skeytt var saman Mærudögum og Sænskum dögum. Dagskráin hófst á 24. júlí og lauk 30. júlí. 
Nú er velheppnaðaðri Húsavíkurhátíð er lokið. Dagskráin var mjög fjölbreytt þar sem allir fundu eitthvað við sitt hæfi. Þetta var í fyrsta skipti sem Húsavíkurhátíð er haldin með þessu sniði.  Skeytt var saman Mærudögum og Sænskum dögum. Dagskráin hófst á 24. júlí og lauk 30. júlí. 

Eins og áður sagði var dagskráin mjög fjölbreytt. Boðið var upp á menningarviðburði eins og glerlistasýningu, leiksýningu og tónlistarviðburði. Námskeið eins og siglinganámskeið og sirkusnámskeið. Íþróttaknattleiki, golf og gönguferðir. Einnig boðið upp á  leiktæki, útimarkað, brennu og flugeldasýningu. Þetta er aðeins brot að því sem boðið var upp á glæsilegri Húsavíkurhátíð. Veðrið var frábært og var mikið líf og fjör í bænum. Komnar eru inn nokkrar myndir frá hátíðinni á vef Norðurþings. Ef einhverjir eiga myndir frá hátíðinni má senda þær á netfangið: oskar@borgarholsskoli.is

Skoða myndir

Myndir frá Norðursiglingu