Fara í efni

Verkefnið \"Þingeyska matarbúrið\"

Á opnum fundi sem verkefnisstjórn "Þingeyska matarbúrsins" stóð fyrir 5. nóvember sl. var ákveðið að setja á fót klasasamstarf um verkefnið "Þingeyska matarbúrið". Það eru Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Búgarður - ráðgjöf sem standa að þessu nýja verkefni og hófst það formlega í september 2007. Verkefnisstjórn ÞM skipa; Gunnar Jóhannesson ráðgjafi hjá AÞ, María Svanþrúður Jónsdóttir ráðgjafi hjá Búgarði og Jóna Matthíasóttir verkefnisstjóri hjá AÞ sem einnig er starfsmaður verkefnisins.

Á opnum fundi sem verkefnisstjórn "Þingeyska matarbúrsins" stóð fyrir 5. nóvember sl. var ákveðið að setja á fót klasasamstarf um verkefnið "Þingeyska matarbúrið".
Það eru Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Búgarður - ráðgjöf sem standa að þessu nýja verkefni og hófst það formlega í september 2007.

Verkefnisstjórn ÞM skipa; Gunnar Jóhannesson ráðgjafi hjá AÞ, María Svanþrúður Jónsdóttir ráðgjafi hjá Búgarði og Jóna Matthíasóttir verkefnisstjóri hjá AÞ sem einnig er starfsmaður verkefnisins.

Meginmarkmið verkefnisins er að stuðla að auknu heildarvirði svæðisins og meiri sjálfbærri þess í efnahagslegu og menningarlegu tilliti.

Við leggjum áherslu á að þróa, framleiða og kynna vörur og þjónustu sem byggja á Þingeysku hráefni og matarhefð.

Þá munum við taka þátt í samstarfsverkefnum bæði innanlands og alþjóðlegum enda gefi þau tilefni til aukins árangs eða stuðli með öðrum hætti að framgangi verkefnisins.

 

Meðfylgjandi er markmið og aðferðafræði verkefnisins sem og umfjöllun og áherslur á það sem verið hefur gert og stefnt er að.

Árgjöld að verkefninu hafa verið ákveðin;
Einyrki kr. 2.500-

Fyrirtæki með 2-5 ársverk kr. 7.500-

Fyrirtæki með 6 ársverk eða fleiri kr. 12.500-

Auk þess fylgir skráningarblað að verkefninu sem við biðjum þig um þátttakandi góður að fylla út og senda undirritað fyrir 25. janúar nk. í faxnúmer 464-0405 eða með pósti stílaður á:


Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga/Þingeyska matarbúrið
c/o Jóna Matt
Garðarsbraut 5
640 Húsavík