Fara í efni

Verkefnissamningur um rafrænt samfélag undirritaður

Í dag var undirritaður verkefnissamningur milli Byggðastofnunar annars vegar og Aðaldælahrepps, Húsavíkurbæjar og Þingeyjarsveitar hins vegar, um byggðaverkefnið rafrænt samfélag. Um er að ræða samstarfsverkefni sveitarfélaganna sem valið var í samkeppni stjórnvalda á síðasta ári. Heiti verkefnisins er Skjálfandi í faðmi þekkingar – Rafrænt samfélag við Skjálfanda og eru einkunnarorð þess, Virkjum alla!. Vísa þau til megin markmiðs verkefnisins sem er að virkja alla íbúa byggðarlagsins til að nýta sér möguleika tölvu- og upplýsingatækninnar á sem flestum sviðum hins daglega lífs.

Í dag var undirritaður verkefnissamningur milli Byggðastofnunar annars vegar og Aðaldælahrepps, Húsavíkurbæjar og Þingeyjarsveitar hins vegar, um byggðaverkefnið rafrænt samfélag. Um er að ræða samstarfsverkefni sveitarfélaganna sem valið var í samkeppni stjórnvalda á síðasta ári. Heiti verkefnisins er Skjálfandi í faðmi þekkingar – Rafrænt samfélag við Skjálfanda og eru einkunnarorð þess, Virkjum alla!. Vísa þau til megin markmiðs verkefnisins sem er að virkja alla íbúa byggðarlagsins til að nýta sér möguleika tölvu- og upplýsingatækninnar á sem flestum sviðum hins daglega lífs.

Það voru framkvæmdastjórar sveitarfélaganna og forstjóri Byggðastofnunar sem undirrituðu samninginn, sem gildir til 31.12.2006. Viðstaddir undirritunina voru fulltrúar þriggja lykil samstarfsaðila sveitarfélaganna, ANZA hf., Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga og Sparisjóðs Suður Þingeyinga. Auk þeirra er Auðkenni hf. lykil samstarfsaðili við framkvæmd verkefnisins. Ráðgjöf hefur verið í höndum ADMON ehf.


Frá undirritun verkefnissamningsins í Sjóminjasafninu

Frekari upplýsingar um verkefnið – markmið þess og inntak – má nálgast með því að smella hér.