Fara í efni

Vestnorden 2008 lokið

Ferðakaupstefnunni Vestnorden 2008 lauk í gær og voru fulltrúar AÞ harla ánægðir með framlag Þingeyinga. Á kaupstefnunni voru fjórir glæsilegir básar frá Þingeyingum. Ferðaþjónustuaðilar í Mývatnssveit voru með sameiginlegan bás undir merkjum Mývatnsstofu, hvalaskoðunarfyrirtækin Norðursigling og Gentle Giants á Húsavík voru hvort með sinn básinn og AÞ sá um kynningu á Norðausturlandi sem heild.

Ferðakaupstefnunni Vestnorden 2008 lauk í gær og voru fulltrúar AÞ harla ánægðir með framlag Þingeyinga. Á kaupstefnunni voru fjórir glæsilegir básar frá Þingeyingum. Ferðaþjónustuaðilar í Mývatnssveit voru með sameiginlegan bás undir merkjum Mývatnsstofu, hvalaskoðunarfyrirtækin Norðursigling og Gentle Giants á Húsavík voru hvort með sinn básinn og AÞ sá um kynningu á Norðausturlandi sem heild.

Efnið sem kynnt var fyrir ferðakaupendum var vistað á USB lykli sem var áfastur við póstkort sér hönnuðu fyrir sýninguna.  Boðið var upp á 7 mismunandi ferðaleiðir um svæðið sem samanstóðu af þemunum; vetur, haust, vor, menning, náttúru perlur, Demantsringurinn og fuglaskoðun.   Þá fengu kaupendurnir upplýsingar um gistingu, veitingastaði og aðra þjónustu á svæðinu og því er hægt að aðlaga ferðirnar að mismunandi markhópum eftir þörfum.