Viðhaldsúttekt jafnlaunakerfis Norðurþings 2021
Viðhaldsúttekt jafnlaunakerfis Norðurþings 2021
Í febrúar 2020 var jafnlaunakerfi Norðurþings vottað af vottunaraðilanum iCert og í febrúarmánuði 2021 fór fram viðhaldsúttekt á jafnlaunakerfinu í samræmi við staðalinn ÍST 85:2012. Í viðhaldsúttektinni, sem fór fram í gegnum fjarfundabúnað vegna samkomutakmarkana, var farið yfir rekstur kerfisins m.t.t. krafna staðalsins og innri krafna.
Áður en viðhaldsúttekt fór fram var gerð launagreining sem tók til allra 315 starfsmanna sveitarfélagsins og var viðmiðunarmánuður launa september 2020. Niðurstaða launagreiningarinnar var m.a. sú að konur mælast með 1,7% hærri laun en karlar þegar litið er til heildarlauna starfsfólks. Niðurstaða launagreiningarinnar hefur verið kynnt starfsfólki Norðurþings.
Viðhaldsúttekt 1 felur í sér yfirferð yfir rekstur kerfsins fyrsta ár þess í notkun og er það niðurstaða vottunaraðila að reksturinn hafi gengið vel og að framkvæmd kerfisins beri þess greinileg merki að vel hefur verið haldið utan um lykilferla. Nokkrar breytingar hafi verið gerðar á tilteknum verklagsreglum og mikil vinna átt sér stað við stöðugar umbætur á kerfinu sem fjármálastjóri hefur leitt. Í viðhaldsúttekt var farið yfir lykilþætti í rekstri kerfisins s.s. skýrslu innri úttektaraðila sveitarfélagsins, niðurstöðu launagreiningar, mat á hlítingu og fundargerð frá rýni stjórnenda á kerfinu. Að mati vottunaraðila er ljóst að mikill vilji og metnaður er til staðar hjá stjórnendum sveitarfélagsins til þess að gera jafnlaunakerfið sem best út garði.
Niðurstaða úttektarstjóra er að jafnlaunakerfi Norðurþings uppfylli kröfur staðalsins ÍST 85:2012 og mælir úttektarstjóri, að lokinni viðhaldsúttekt 1, með óbreyttri stöðu vottunar á jafnlaunakerfi Norðurþings, innan hins tilgreinda gildissviðs “allir starfsmenn Norðurþings”.