Vindorkugarður að Hnotasteini
28.10.2020
Tilkynningar
Um verkefnið
Qair Iceland ehf. áformar að reisa allt að 200 MW vindorkugarð innan 3.330 ha svæðis að Hnotasteini á Melrakkasléttu. Markmið framkvæmdarinnar er að auka framboð endurnýjanlegrar raforku á Íslandi með sjálfbærum hætti, en áætlað er að reistar verði 34 vindmyllur í tveimur fösum.
Í umhverfismatinu verður lögð sérstök áhersla á að safna gögnum um fuglalíf á svæðinu með það að markmiði að forðast eða draga úr mögulegum áhrifum á fugla. Verður því auk hefðbundinna fuglarannsókna meðal annars stuðst við ratsjármælingar til að afla upplýsinga um umfang umferðar og flughæð fugla við fyrirhugað framkvæmdasvæði.
Framkvæmdin er matskyld skv. tl. 3.02 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.