Fara í efni

Vinna hafin við kortasjá sveitarfélagsins

Nú er hafin vinna við að færa inn gögn á kortasjá sveitarfélagsins. Búið er að setja inn lagnagrunn en von bráðar munu gögn frá byggingarfulltrúa einnig vera aðgengileg.

Frekari upplýsingar munu bætast við um leið og þær verða tilbúnar til birtingar.

Á innri vef kortasjár eru ítarlegri gögn sem starfsmenn og stofnanir sveitarfélagsins hafa aðgang að. Þetta aðgengi mun einfalda og bæta aðgengi að upplýsingum þannig að þeir sem þurfa að nálgast þær, geti brugðist fljótt og vel við öllu því sem upp getur komið.  Til dæmis getur slökkvilið nú séð teikningar af byggingum og vatnslögnum og Orkuveitan nálgast upplýsingar um allar lagnir sem eru í grunninum og getur því brugðist fljótt og vel við bilunum og séð hvort að fyrirliggjandi framkvæmdir hafi áhrif á aðrar lagnir. Framkvæmdaaðilar geta einnig sótt um aðgang að innri vef kortasjárinnar.

Smári J. Lúðvíksson, garðyrkjustjóri veitir nánari upplýsingar um aðgang og notkun kortasjárinnar í síma 464-6100 eða á netfangið smari@nordurthing.is

 

Hægt er að nálgast kortasjá á eftirfarandi slóð.

https://www.map.is/nordurthing/