Vinnufundur um fyrirkomulag refa- og minkaveiða í Norðurþingi
Þriðjudagskvöldið 12. desember 2023 verður haldinn vinnufundur varðandi fyrirkomulag á refa- og minkaveiðum í Norðurþingi, frá kl 20:00 til 22:00 í Öxarfjarðarskóla í Lundi. Veiðimenn sem hafa gert samninga við Norðurþing um veiðar sl. þrjú ár eru boðaðir á fundinn, ásamt þeim landeigendum í sveitarfélaginu sem samningar um veiðarnar snerta.
Markmið fundarins er að skapa vettvang fyrir veiðimenn og landeigendur til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og gera tillögur að útfærslu við veiðar á refum- og minkum, og að hefja vinnu við gerð stefnumótunar fyrir málaflokkinn.
Þátttakendur á fundinum verða auk veiðimanna og landeigenda, kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn, fulltrúar í skipulags- og framkvæmdaráði, ásamt sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.
Elvar Árni Lund – sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Norðurþings