Fara í efni

Vinnuskóli Norðurþings auglýsir eftir leiðbeinendum

Þeir sem hafa í hyggju að sækja um leiðbeinendastarf hjá Vinnuskóla Norðurþings,  sumarið 2008,  geri það fyrir 25. apríl. Um er að ræða tvö til þrjú störf á Húsavík, eitt starf á Kópaskeri og eitt á Raufarhöfn. Leiðbeinendastarfið er gefandi starf þar sem unnið er með ungu fólki.  Leiðbeinendur verða að hafa frumkvæði í vinnu og geta unnið sjálfstætt. 

Þeir sem hafa í hyggju að sækja um leiðbeinendastarf hjá Vinnuskóla Norðurþings,  sumarið 2008,  geri það fyrir 25. apríl. Um er að ræða tvö til þrjú störf á Húsavík, eitt starf á Kópaskeri og eitt á Raufarhöfn. Leiðbeinendastarfið er gefandi starf þar sem unnið er með ungu fólki.  Leiðbeinendur verða að hafa frumkvæði í vinnu og geta unnið sjálfstætt. 

Þeir sem voru í starfi síðastliðið sumar verða einnig að sækja um, ef þeir hafa áhuga á að starfa áfram sem leiðbeinendur.  Umsækjendur verða að vera a.m.k. 18 ára.  Taka ber fram að litið er á  leiðbeinendur sem uppalendur og ber þeim að vera fyrirmyndir í vinnu sem og utan hennar.

Umsóknareyðublöð liggja frammi í Stjórnsýsluhúsi  Norðurþings. Einnig hægt að nálgast þau á heimasíðu Norðurþings. Umsóknum skal skila í Stjórnsýsluhúsið á Húsavík eða á skrifstofur á Kópaskeri og Raufarhöfn.  

Leiðbeinendur þurfa að geta hafið störf í byrjun júní. Laun eru samkv. kjarasamningum Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis.

Nánari uppl. veita  Sveinn Hreinsson, forstöðumaður í síma: 892-8533 og Kristjana María Kristjánsdóttir í síma 866-3898.