Vinnuskólinn í Sjávarútvegsskóla HA
Vikuna 26. - 29. júní, mættu starfsmenn vinnuskóla Húsavíkur í Sjávarútvegsskóla Norðurlands. Skólinn var haldinn í fyrsta skipti hér í ár en hefur áður verið haldinn á Austurlandi. Markmið kennslunnar er að nemendur skólans læri um íslenskan sjávarútveg. Kennslan samanstendur af fræðslu í formi fyrirlestra og vettvangsheimsókna. Farið var í GPG og fiskeldið í Haukamýri. Nemendur höfðu gaman af, sýndu mikinn áhuga og voru fróðleiksfús.
Sjávarútvegsskólinn á Norðurlandi 2017 er samstarfsverkefni milli Háskólans á Akureyri, fimm sjávarútvegsfyrirtækja og þriggja sveitarfélaga. Fyrirtækin sem taka þátt í verkefninu eru: Samherji, Slippurinn, Fóðurverksmiðjan Laxá, Kælismiðjan Frost og GPG. Sveitarfélögin sem taka þátt í verkefninu eru: Akureyrarbær, Dalvíkurbyggð og Norðurþing.