Fara í efni

Vorgleði leikskólans Bestabæjar

Laugardaginn 9. júní stóð foreldrafélag leikskólans Bestabæjar fyrir árlegri vorgleði.  Fór gleðin fram í blíðskaparveðri og hófst á því að boðið var upp á andlitsmálun og blöðrum útdeilt.  Síðan var skrúðganga frá Bestabæ og yfir í skrúðgarðinn og á leiðinni voru nokkur sígild leikskólalög kyrjuð. Í skrúðgarðinum fóru börnin svo í leiki á meðan foreldrarnir nutu sólarinnar sem hafði náð að bræða burt þokuna sem lá yfir um morguninn.  Að endingu voru svo grillaðar pyslur sem runnu ljúflega ofan í viðstadda. Myndir frá vorgleðinni

Laugardaginn 9. júní stóð foreldrafélag leikskólans Bestabæjar fyrir árlegri vorgleði.  Fór gleðin fram í blíðskaparveðri og hófst á því að boðið var upp á andlitsmálun og blöðrum útdeilt.  Síðan var skrúðganga frá Bestabæ og yfir í skrúðgarðinn og á leiðinni voru nokkur sígild leikskólalög kyrjuð. Í skrúðgarðinum fóru börnin svo í leiki á meðan foreldrarnir nutu sólarinnar sem hafði náð að bræða burt þokuna sem lá yfir um morguninn.  Að endingu voru svo grillaðar pyslur sem runnu ljúflega ofan í viðstadda.

Myndir frá vorgleðinni