Vortónleikar Tónlistarskóla Húsavíkur
Nú er komið að hinum árvissu vortónleikum Tónlistarskóla Húsavíkur.
Þetta er uppskeruhátíð nemenda og kennara skólans og verða tónleikarnir að þessu sinni tíu talsins og þeir fyrstu haldnir
föstudaginn 9. maí n.k.
Vortónleikar skólans verða sem hér segir:
Föstudaginn 9. maí kl.20:30
Stúlknakór Húsavíkur verður með fjáröflunartónleika.
Þriðjudaginn 13. maí kl. 20:00
Nemendatónleikar
Miðvikudaginn 14. maí kl. 20:00
Lúðrasveit Þingeyinga spilar á nemendatónleikum
Fimmtudaginn 15. maí kl. 20:00
Nemendatónleikar
Föstudaginn 16. maí kl. 20:00
Nemendatónleikar
Laugardaginn 17. maí kl. 17:00
Einsöngstónleikar, Kristján Þ. Halldórsson verður með sérstaka tónleika sem eru undirbúningur fyrir próf til 8. stigs í
einsöng.
Flutt verða sönglög og aríur eftir erlenda og innlenda höfunda.
Undirleikari er Aladár Rácz.
Sunnudaginn 18. maí kl. 17:00
Söngtónleikar nemenda Margotar Kiis.
Flutt verða dægurlög frá ýmsum tímum og fram koma einsöngvarar og sönghópar með hljóðfæraundirleik.
Mánudaginn 19. maí kl. 20:00
Nemendatónleikar
Þriðjudaginn 20 maí kl. 20:00
Söngtónleikar.
Nemendur Hólmfríðar og Juditar koma fram og flytja klassísk sönglög, lög úr söngleikjum og aríur.
Undirleikari er Aladár Rácz.
Miðvikudaginn 21. maí kl. 20:00
Nemendatónleikar.
Tónleikarnir verða í sal Borgarhólsskóla.
Allir velkomnir.