Yfirlýsing frá oddvitum sveitarstjórnarflokka í Norðurþingi
23.08.2016
Tilkynningar
"Sveitarfélagið Norðurþing lýsir þungum áhyggjum yfir þeirri stöðu sem upp er komin varðandi framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1, sem ætlað er að flytja orku til iðnaðarsvæðisins á Bakka. Öll hönnun svæðisins og uppbygging innviða hefur miðað að því að á næstu árum byggist þar upp iðnaðarsvæði með nokkrum fyrirtækjum sem nýta muni orku og línumannvirki svæðisins. Frá upphafi hefur verið litið á fyrri áfanga kísilvers PCC BakkiSilicon sem einungis fyrsta áfanga í þeirri uppbyggingu. Mjög miklir samfélagslegir og fjárhagslegir hagsmunir eru undir í því að niðurstaða fáist í málið á allra næstu dögum.“