Bæjarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Málefni PCC
Málsnúmer 201501017Vakta málsnúmer
Bæjarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda á Bakka
2.Rammasamkomulag milli Orkuveitu Húsavíkur og Norðurþings
Málsnúmer 201506059Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur samkomulag um þjónustukaup Orkuveitu Húsavíkur ohf frá Norðurþingi.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur bæjarstjóra að skrifa undir samkomulagið.
3.Kynning á innheimtuhugbúnaði Myntu
Málsnúmer 201506077Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá Myntu um að kynna innheimtuhugbúnað sinn
Lagt fram til kynningar
4.Sorpsamlag Þingeyinga - tilboð í félagið
Málsnúmer 201505078Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggja þrjú tilboð í hlutabréf Sorpsamlags Þingeyinga
Bæjarráð samþykkir að hafna öllum framkomnum tilboðum
5.Ferðaþjónusta fatlaðra - samningur
Málsnúmer 201507001Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggja drög að samkomulagi við Fjallasýn Rúnar Óskarsson ehf, um ferlisþjónustu
Bæjarráð samþykkir samkomulagsdrögin og felur bæjarstjóra að ganga frá samkomulaginu
6.Álaborg vinarbæjarheimsókn - ferðakostnaður
Málsnúmer 201507002Vakta málsnúmer
Bæjarráð þekkist boð Álaborgar í lok júlí og felur Kristjáni Þór Magnússyni og Óla Halldórssyni að mæta fyrir hönd Norðurþings
7.Mærudagur 2015 - styrkbeiðni
Málsnúmer 201507003Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Húsavíkurstofu um stuðning við verkefnið Mærudagar 2015
Bæjarráð samþykkir að ábyrgjast greiðslur á löggæslukostnaði allt að 500.000,- komi til þess að Mærudagurinn 2015 standi ekki undir sér.
8.Mærudagar 2015 - vínveitingarleyfi
Málsnúmer 201507006Vakta málsnúmer
Bæjarráði hefur borist eftirfarandi erindi frá fulltrúum í forvarnarhópi Norðurþings:
Undirrituð, starfandi í forvarnarhópi Norðurþings vilja lýsa ánægju sinni yfir því hvernig tekið hefur verið á skipulagi Mærudaga með tilliti til áfengisdrykkju ungmenna og framboði á áfengi almennt.
Á mærudögum síðast liðið sumar var sú lína lögð að vínveitingarleyfi voru takmörkuð frá því sem áður var. Mikilvægt er að halda þeirri vinnu áfram til að sporna við unglingadrykkju og tryggja það að hátíðin sé að öllu leyti fjölskylduvæn.
Við beinum því þeim tilmælum til bæjarráðs að hafa í huga mikilvægi þess að takmarka fjölda vínveitingaleyfa þegar umsagnir um þau eru veittar. Við mælum með að þeir aðilar sem fá leyfi til að selja áfengi í tjöldum á hátíðarsvæðinu fái ekki að selja það lengur en til kl. eitt eftir miðnætti líkt og ákveðið var í fyrra. Með því að setja tímatakmarkanir á sölu áfengra drykkja á hátíðarsvæðinu, og þrengja þannig aðgengi ungmenna að áfengi, eru meiri líkur til þess að þau sæki síður niður á hafnarsvæðið fram eftir nóttu.
Aukið aðgengi að áfengi eykur líkur á meiri drykkju og því mikilvægt að vínveitingaleyfum verði stillt í hóf og takmarkist t.d. við þá sem bjóða upp á heitan mat og að skýrar tímatakmarkanir verði settar. Einnig teljum við mikilvægt að leyfishöfum verði gerð grein fyrir ábyrgð sinni, að ekki sé selt áfengi eftir að veittur leyfistími er útrunninn og að aldurstakmarkanir séu virtar.
Dögg Káradóttir
Kjartan Páll Þórarinsson
Undirrituð, starfandi í forvarnarhópi Norðurþings vilja lýsa ánægju sinni yfir því hvernig tekið hefur verið á skipulagi Mærudaga með tilliti til áfengisdrykkju ungmenna og framboði á áfengi almennt.
Á mærudögum síðast liðið sumar var sú lína lögð að vínveitingarleyfi voru takmörkuð frá því sem áður var. Mikilvægt er að halda þeirri vinnu áfram til að sporna við unglingadrykkju og tryggja það að hátíðin sé að öllu leyti fjölskylduvæn.
Við beinum því þeim tilmælum til bæjarráðs að hafa í huga mikilvægi þess að takmarka fjölda vínveitingaleyfa þegar umsagnir um þau eru veittar. Við mælum með að þeir aðilar sem fá leyfi til að selja áfengi í tjöldum á hátíðarsvæðinu fái ekki að selja það lengur en til kl. eitt eftir miðnætti líkt og ákveðið var í fyrra. Með því að setja tímatakmarkanir á sölu áfengra drykkja á hátíðarsvæðinu, og þrengja þannig aðgengi ungmenna að áfengi, eru meiri líkur til þess að þau sæki síður niður á hafnarsvæðið fram eftir nóttu.
Aukið aðgengi að áfengi eykur líkur á meiri drykkju og því mikilvægt að vínveitingaleyfum verði stillt í hóf og takmarkist t.d. við þá sem bjóða upp á heitan mat og að skýrar tímatakmarkanir verði settar. Einnig teljum við mikilvægt að leyfishöfum verði gerð grein fyrir ábyrgð sinni, að ekki sé selt áfengi eftir að veittur leyfistími er útrunninn og að aldurstakmarkanir séu virtar.
Dögg Káradóttir
Kjartan Páll Þórarinsson
Bæjarráð þakkar bréfriturum fyrirerindið og tekur undir þau sjónarmið sem koma þar fram og mun beita sér fyrir því að fylgja tilmælunum eftir.
9.RÚV - Slæmt sambands á útvarpsútsendingum í Kelduhverfi
Málsnúmer 201507007Vakta málsnúmer
Bæjarráð Norðurþings skorar á RÚV að uppfylla öryggiskröfur sínar með því að tryggja að útsendingar Rásar 1 og Rásar 2 séu fullnægjandi í Kelduhverfi.
Fundi slitið - kl. 18:00.