Rammasamkomulag milli Orkuveitu Húsavíkur og Norðurþings
Málsnúmer 201506059
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 144. fundur - 25.06.2015
Fyrir bæjarráði liggur rammasamningur milli Orkuveitu Húsavíkur og sveitarfélagsins Norðurþings um þjónustukaup Orkveitunnar frá Norðurþingi.
Rammasamningurinn er samþykktur samhljóða með atkvæðum Friðriks, Óla og Jónasar.
Bæjarstjóra er falið að gera samning byggðan á rammasamningnum og leggja fyrir bæjarráð.
Gunnlaugur Stefánsson bókar:
Ég get ekki stutt þennan samning og er á móti því að hann sé samþykktur á þessum fundi. Lítil gögn og rökstuðningur hafa verið lögð fram þessu til stuðnings, málið er órætt meðal bæjarfulltrúa og vandséð hver ávinningurinn er til lengri tíma. Ekki hefur verið lagt mat á hvaða áhrif þetta fyrirkomulag hefur á starfsmenn og rekstur fyrirtækisins.
Bæjarstjóra er falið að gera samning byggðan á rammasamningnum og leggja fyrir bæjarráð.
Gunnlaugur Stefánsson bókar:
Ég get ekki stutt þennan samning og er á móti því að hann sé samþykktur á þessum fundi. Lítil gögn og rökstuðningur hafa verið lögð fram þessu til stuðnings, málið er órætt meðal bæjarfulltrúa og vandséð hver ávinningurinn er til lengri tíma. Ekki hefur verið lagt mat á hvaða áhrif þetta fyrirkomulag hefur á starfsmenn og rekstur fyrirtækisins.
Bæjarráð Norðurþings - 145. fundur - 02.07.2015
Fyrir bæjarráði liggur samkomulag um þjónustukaup Orkuveitu Húsavíkur ohf frá Norðurþingi.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur bæjarstjóra að skrifa undir samkomulagið.
Kjartan Páll situr hjá við atkvæðisgreiðsluna og Hjálmar Bogi greiðir atkvæði á móti því.