Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings
Dagskrá
1.Helgi Ólafsson sækir um leyfi til að setja upp listaverk við nýja grjótgarðinn á Raufarhöfn
Málsnúmer 201506040Vakta málsnúmer
Nefndin samþykkir erindið og að það verði unnið í samráði við þjónustustöð á Raufarhöfn.
2.Vistun barna frá lokum fæðingarorlofs
Málsnúmer 201506017Vakta málsnúmer
Nefndin samþykkir erindið og felur umsjónarmanni fasteigna að fylgja málinu eftir í samráði við fræðslu- og menningarfulltrúa.
3.Sigurður V. Bjarnason f.h. Húsavík Adventures sendir inn þrjú erindi til framkvæmda- og hafnanefndar
Málsnúmer 201506045Vakta málsnúmer
Nefndin samþykkir að setja upp læsanlegt hlið út á syðstu flotbryggjuna á Húsavík.
Nefndin vísar erindinu er varðar auglýsingaskilti til skipulags- og byggingarnefndar.
Nefndin getur ekki orðið við því erindi að staðsetja miðasöluhús á þaki verbúðarinnar, enda það ekki í samræmi við núgildandi skipulag á svæðinu.
Nefndin vísar erindinu er varðar auglýsingaskilti til skipulags- og byggingarnefndar.
Nefndin getur ekki orðið við því erindi að staðsetja miðasöluhús á þaki verbúðarinnar, enda það ekki í samræmi við núgildandi skipulag á svæðinu.
4.Kristrún Ýr Einarsdóttir og Agnés Fournier óska eftir stöðuleyfi fyrir A la carte vagninn á hafnarsvæði
Málsnúmer 201505107Vakta málsnúmer
Erindið er samþykkt.
5.Kristrún Ýr Einarsdóttir og Agnes Fournier sækja um stöðuleyfi til 3ja ára fyrir A la Carte vagninn
Málsnúmer 201505109Vakta málsnúmer
Nefndin getur ekki orðið við erindinu og bendir hlutaðeigandi á að sækja um nýtt leyfi fyrir árið 2016.
6.Rammasamkomulag milli Orkuveitu Húsavíkur og Norðurþings
Málsnúmer 201506059Vakta málsnúmer
Kristján Þór fór yfir rammasamkomulag milli OH og Norðurþings. Meirihluti nefndarinnar samþykkir samkomulagið.
Kjartan Páll situr hjá við atkvæðisgreiðsluna og Hjálmar Bogi greiðir atkvæði á móti því.
Kjartan Páll situr hjá við atkvæðisgreiðsluna og Hjálmar Bogi greiðir atkvæði á móti því.
7.Skipun hafnarstjóra Norðurþings
Málsnúmer 201506060Vakta málsnúmer
Nefndin samþykkir að fela Kristjáni Þór stöðu hafnarstjóra Norðurþings.
8.Sala eigna árið 2015
Málsnúmer 201412024Vakta málsnúmer
Fyrir nefndinni liggur beiðni umsjónarmanns um sölu eignar að Grundargarði 5.
Nefndin samþykkir erindið.
9.Framkvæmda- og þjónustusvið, staða og yfirlit
Málsnúmer 201506061Vakta málsnúmer
Sveinn Hreinsson, Smári Lúðvíksson og Grímur Kárason sátu fundinn undir þessum lið og upplýstu um stöðu mála á ýmsum verkefnum.
Sveinn Hreinsson, Smári Lúðvíksson, Stefán Stefánsson og Grímur Kárason sátu fundinn undir þessum lið og upplýstu um stöðu mála á ýmsum verkefnum.
Fundi slitið - kl. 18:30.