Bæjarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Rammasamkomulag milli Orkuveitu Húsavíkur og Norðurþings
Málsnúmer 201506059Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur rammasamningur milli Orkuveitu Húsavíkur og sveitarfélagsins Norðurþings um þjónustukaup Orkveitunnar frá Norðurþingi.
2.GPG Seafood ehf - breytingar á aflamarki
Málsnúmer 201505081Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá GPG Seafood ehf um að sveitarfélagið falli frá forkaupsrétti að varanlegu aflamarki í krókaaflamarkskerfi sem mun fara af Bjargey ÞH/Háey ÞH
Bæjarráð samþykkir að sveitarfélagið falli frá forkaupsrétti að Bjargey ÞH 278
3.Aðalfundarboð vegna ársins 2014
Málsnúmer 201506075Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur aðalfundarboð fyrir Dvalarheimili aldraðra í Þingeyjarsýslum og Leigufélagið Hvamm sem haldnir verða miðvikudaginn 1. júlí nk.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við fundarboðið
4.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 59
Málsnúmer 1506009Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 59. fundar framkvæmda- og hafnanefndar
Undir 7. lið: Bæjarráð staðfestir tillögu framkvæmda- og hafnanefndar um skipun hafnastjóra.
Lagt fram
Lagt fram
Fundi slitið - kl. 17:25.
Bæjarstjóra er falið að gera samning byggðan á rammasamningnum og leggja fyrir bæjarráð.
Gunnlaugur Stefánsson bókar:
Ég get ekki stutt þennan samning og er á móti því að hann sé samþykktur á þessum fundi. Lítil gögn og rökstuðningur hafa verið lögð fram þessu til stuðnings, málið er órætt meðal bæjarfulltrúa og vandséð hver ávinningurinn er til lengri tíma. Ekki hefur verið lagt mat á hvaða áhrif þetta fyrirkomulag hefur á starfsmenn og rekstur fyrirtækisins.