Bæjarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Gráni ehf
Málsnúmer 201405019Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá stjórn Grána ehf kt:560707-0290, hvar óskað er eftir fjárstuðningi við rekstur reiðhallar félagsins sunnan Húsavíkur. Annarsvegar er óskað eftir bráðastuðningi að upphæð 850.000- vegna rekstrarvanda Grána ehf. Hinsvegar er óskað eftir langtíma aðkomu Norðurþings að rekstri íþróttamannvirkisins til frambúðar.
2.Samningur um brothætta byggð
Málsnúmer 201505060Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur samningur milli Byggðastofnunar, Norðurþings, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Eyþings um verkefnið Brothættar byggðir á Norðausturhorninu, auk samnings um verkefnið Brothættar byggðir á Raufarhöfn.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.
3.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Rúnari Traustasyni
Málsnúmer 201506019Vakta málsnúmer
Bæjarráð veitir erindinu jákvæða umsögn.
4.Árni Sigurbjarnarson, skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur óskar eftir að hitta bæjarráð og ræða áform um skerðingu sumarlauna starfsmanna Tónlistarskólans
Málsnúmer 201505074Vakta málsnúmer
Bæjarstjóra í samráði við fræðslu- og menningarfulltrúa er falið að ljúka málinu í samræmi við álit Sambands íslenskra sveitarfélaga.
5.Vindorka í Norðurþingi
Málsnúmer 201503005Vakta málsnúmer
Fyrirhugaður er í kvöld kl 20:15 íbúafundur EAB New Energy Europe til kynningar á hugmyndum fyrirtækisins að Vindorkugarði í nágrenni Húsavíkur. Fyrirtækið hefur fundað með forsvarsmönnum Norðurþings í tvígang og kynnt vilja sinn til að rannsaka svæði norðan Húsavíkur sem mögulegan framtíðarstað vindmyllugarðs. Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála hvað varðar viðræður við fyrirtækið um þessi áform.
6.Fundarboð á Aðalhluthafafund Verslunarhússins á Kópaskeri 2015
Málsnúmer 201506033Vakta málsnúmer
Bæjarráð felur Olgu Gísladóttur að mæta f.h. sveitarfélagsins á fundinn.
7.Beiðni um fjárhagsaðstoð frá Skjálftasetrinu
Málsnúmer 201506032Vakta málsnúmer
Komi ekki til úthlutunar þeirra styrkja sem félagið hefur sótt um á árinu 2015 fellst sveitarfélagið á að greiða allt að 350.000- sem framlag Norðurþings vegna launa sumarstarfsmanns.
Fundi slitið - kl. 18:30.
Bæjarráð samþykkir bráðastuðning við Grána ehf með greiðslu 850.000- til Hestamannafélagsins Grana sem fyrirfram greiðslu framlags til félagsins fyrir árin 2015-16. Bæjarráð áréttar mikilvægi þess að stjórn Grána ehf finni raunhæfar leiðir til að gera rekstur reiðhallarinnar sjálfbæran.
Bæjarráð vísar síðari hluta erindisins til umfjöllunar í tómstunda- og æskulýðsnefnd í tengslum við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2016.