Fara í efni

Vindorka í Norðurþingi

Málsnúmer 201503005

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 133. fundur - 05.03.2015

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá EAB, New Energy Europe, en félagið hefur áhuga á samstarfi við sveitarfélagið um uppsetningu á vindorkugarði í nágrenni Húsavíkur. Meðfylgjandi erindinu er viljayfirlýsing (e: Memorandum of Understanging) þar sem fram koma þau atriði sem aðilar eru sammála um að vinna að. Með vilayfirlýsingunni er samstarfið komið í formlegri farveg og hægt að stíga næstu skref sem eru að tryggja land undir vindmyllugarðinn og koma upp mælingamöstrum til frekari rannsókna á vindskilyrðum á svæðinu.
Bæjarráð tekur jákvætt í frekari viðræður við fyrirtækið um mögulegan framgang verkefnisins. Bæjarstjóra er falið að afla ítarlegri upplýsinga um verkefnið og boða EAB, New Energy Europe, til næsta fundar.

Bæjarráð Norðurþings - 143. fundur - 11.06.2015

Fyrirhugaður er í kvöld kl 20:15 íbúafundur EAB New Energy Europe til kynningar á hugmyndum fyrirtækisins að Vindorkugarði í nágrenni Húsavíkur. Fyrirtækið hefur fundað með forsvarsmönnum Norðurþings í tvígang og kynnt vilja sinn til að rannsaka svæði norðan Húsavíkur sem mögulegan framtíðarstað vindmyllugarðs. Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála hvað varðar viðræður við fyrirtækið um þessi áform.

Bæjarráð Norðurþings - 152. fundur - 17.09.2015

Garðar Garðarsson, lögræðingur Landslaga, mætti á fundinn og fór yfir mögulegar samningskröfur vegna rannsókna við áhugasama aðila sem vilja nýta vindorku í Norðurþingi.