Í ljósi þess að eigendur og hluthafar Vísis hf., hafa tekið ákvörðun um að flytja starfsemi fyrirtækisins á Húsavík til Grindavíkur ásamt öllum tækjum, starfsmönnum og aflaheimildum, óskar sveitarfélagið Norðurþing eftir formlegum viðræðum við eigendur fyrirtækisins um kaup á eignum og aflaheimildum þess sem tilheyra Húsavík. Ástæða beiðninnar byggir á samkomulagi sem sveitarfélagið gerði við eigendur og hluthafa Vísis hf., þegar það keypti hlut sveitarfélagsins í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur á sínum tíma, en þar kom fram að efla ætti og byggja upp starfsemina á Húsavík. Nú liggur fyrir að þær forsendur eru brostnar og því eðlilegt að sveitarfélagið fái tækifæri til endurkaupa á eignum og aflaheimildum þannig að tryggja megi að markmið samkomulagsins nái fram að ganga. Bæjarráð felur bæjarstjóra að rita bréf til eigenda Vísis hf., þar sem óskað er eftir formlegum viðræðum um endurkaup á eignum og aflaheimildum Vísis hf., á Húsavík.
Í ljósi þess að eigendur og hluthafar Vísis hf., hafa tekið ákvörðun um að flytja starfsemi fyrirtækisins á Húsavík til Grindavíkur ásamt öllum tækjum, starfsmönnum og aflaheimildum, óskar sveitarfélagið Norðurþing eftir formlegum viðræðum við eigendur fyrirtækisins um kaup á eignum og aflaheimildum þess sem tilheyra Húsavík.
Ástæða beiðninnar byggir á samkomulagi sem sveitarfélagið gerði við eigendur og hluthafa Vísis hf., þegar það keypti hlut sveitarfélagsins í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur á sínum tíma, en þar kom fram að efla ætti og byggja upp starfsemina á Húsavík. Nú liggur fyrir að þær forsendur eru brostnar og því eðlilegt að sveitarfélagið fái tækifæri til endurkaupa á eignum og aflaheimildum þannig að tryggja megi að markmið samkomulagsins nái fram að ganga.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að rita bréf til eigenda Vísis hf., þar sem óskað er eftir formlegum viðræðum um endurkaup á eignum og aflaheimildum Vísis hf., á Húsavík.