Fara í efni

Lokun starfsstöðvar Vísis hf. á Húsavík.

Málsnúmer 201403088

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 100. fundur - 31.03.2014

Fyrir bæjarráði liggur erindi vegna lokunar starfsstöðvar Vísis hf. á Húsavík.
Bæjarráð harmar þá ákvörðun eigenda Vísis hf., að loka starfsstöðvum sínum á Húsavík, Djúpavogi og Þingeyri. Með ákvörðun um lokun á Húsavík er fallið frá þeim ákvæðum sem lýst er og staðfest var í samningi við sölu sveitarfélagsins á eignarhlut sínum í F.H. Samkvæmt samningi um sölu hlutar sveitarfélagsins í félaginu átti að byggja upp og efla starfsstöðina á Húsavík. Nú áformar kaupandinn að loka starfsstöðinni og flytja á brott allar aflaheimildir sem fylgdu kaupunum til Grindavíkur. Bæjarráð mun aldrei láta slíkar aðgerðir óátalið enda um verulega hagsmuni að ræða fyrir samfélagið og það starfsfólk sem byggt hefur fyrirtækið upp á löngum tíma. Þessi ákvörðun Vísis hf., sem tilkynnt var s.l. föstudag kemur bæjaryfirvöldum verulega á óvart og óskar bæjarráð eftir því að ákvörðunin verði afturkölluð og viðræður hafnar milli aðila um málið.

Bæjarráð felur bæjastjóra að óska nú þegar eftir fundi með stjórn og stjórnendum Vísis hf. Jafnframt óskar bæjarráð eftir fundi með fulltrúum stjórnvalda, þingmönnum kjördæmisins og Byggðastofnun.

Bæjarráð Norðurþings - 101. fundur - 04.04.2014

Á fund bæjarráðs mættur fulltrúar Vísis hf., Pétur H. Pálsson, Ingólfur Hjaltalín og Andrés Óskarsson. Undir þessum lið sátu allir aðalfulltrúar bæjarstjórnar Norðurþings. Fulltúrar Vísis hf., fóru yfir og kynntu stöðu fyrirtækisins ásamt þeirri vinnu sem unnið er að. Bæjarráð þakkar fulltrúum fyrirtækisins fyrir fundinn.

Bæjarráð Norðurþings - 103. fundur - 14.04.2014


Í ljósi þess að eigendur og hluthafar Vísis hf., hafa tekið ákvörðun um að flytja starfsemi fyrirtækisins á Húsavík til Grindavíkur ásamt öllum tækjum, starfsmönnum og aflaheimildum, óskar sveitarfélagið Norðurþing eftir formlegum viðræðum við eigendur fyrirtækisins um kaup á eignum og aflaheimildum þess sem tilheyra Húsavík.
Ástæða beiðninnar byggir á samkomulagi sem sveitarfélagið gerði við eigendur og hluthafa Vísis hf., þegar það keypti hlut sveitarfélagsins í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur á sínum tíma, en þar kom fram að efla ætti og byggja upp starfsemina á Húsavík. Nú liggur fyrir að þær forsendur eru brostnar og því eðlilegt að sveitarfélagið fái tækifæri til endurkaupa á eignum og aflaheimildum þannig að tryggja megi að markmið samkomulagsins nái fram að ganga.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að rita bréf til eigenda Vísis hf., þar sem óskað er eftir formlegum viðræðum um endurkaup á eignum og aflaheimildum Vísis hf., á Húsavík.

Bæjarráð Norðurþings - 106. fundur - 15.05.2014

Fyrir bæjarráði er til umfjöllunar erindi sem tekið hefur verið fyrir á 100., 101. og 103. fundi bæjarráðs.
Sveitarfélagið Norðurþing hefur sent forsvarmönnum Vísis hf., erindi þar sem óskað er eftir að fá endurkeyptar eignir félagsins sem eru á Húsavík, þ.e. fiskverkun, verksmiðju og þró staðsetta við Hafnarstéttina á Húsavík. Jafnframt er óskað eftir viðræðum um kaup á allt að 700 þorskígildistonnum af aflaheimildum Vísis hf.Er það mat sveitarfélagsins að þessi aflaheimild teljist um 30% af eignarhlut aðila á Húsavík í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur hf. árið 2003. Um er að ræða hlutdeild sveitarfélagsins og verkalýðsfélagsins. Sem stendur hefur ekki borist svar frá Vísi hf.Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum og víðar kom ákvörðun Vísis hf., um að loka á Húsavík, Djúpavogi og Þingeyri, íbúum þessara samfélaga í opna skjöldu. Um 150 manns hefur verið sagt upp störfum, þar af um 60 á Húsavík. Ljóst er að hér er um grafalvarlega stöðu að ræða með tilheyrandi uppnámi í þeim samfélögum er málið varðar. Eftir standa fjölmargir starfsmenn og byggðarlög í sárum, með tilheyrandi tekjumissi fyrir báða aðila. Forsvarmenn Norðurþings hafa átt fund með þingmönnum kjördæmisins og sjávarútvegsráðherra vegna málsin. Á fundinum var óskað eftir aðgerðum af hálfu stjórnvalda til að koma á móts við þá skelfilegu stöðu sem upp er kominn. Mikið liggur á ef ekki á að verða verulegt tjón fyrir þau samfélög sem um ræðir. Stjórnvöld hyggjast bregðast við bortthvarfi Vísis hf. á Djúpavogi og þingeyir með auknum aflaheimildum an án sýringa hafa stjórnvöld engin viðbrögð sýnt varðandi brotthvarf Vísis hf., á Húsavík. Bæjarráð fer fram á skýringu á þessu. Forsendubresturinn er sá sami á öllum þremur stöðunum. Bæjarráð felur bæjarstjóra að rita sjávarútvegsráðherra og Byggðastofnun erindi og leita skýringa.Í ljósi alvarleika stöðunnar fer bæjarráð Norðurþings þess á leit við þingmenn kjördæmisins og sjávarútvegsráherra að þeir komi á fund bæjarstjórnar Norðurþings eins fljótt og auðið er. Bæjarstjóra er falið að finna fundartíma í samráði við fyrsta þingmann kjördæmisins.

Bæjarráð Norðurþings - 108. fundur - 26.06.2014

Fyrir bæjarráði liggur svar Vísis hf. við óskum sveitarfélagsins á uppkaupum á um 700 tonnum af aflahlutdeild félagsins ásamt starfsstöðinni á Húsavík en þar kemur fram að ekki standi til að selja veiðiheimildir frá félaginu og því beiðninni hafnað. Bæjarráð harmar þá ákvörðun félagsins að ganga ekki til samninga við sveitarfélagið um þá beiðni sem lögð hefur verið fram.