Bæjarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Lokun starfsstöðvar Vísis hf. á Húsavík.
Málsnúmer 201403088Vakta málsnúmer
Á fund bæjarráðs mættur fulltrúar Vísis hf., Pétur H. Pálsson, Ingólfur Hjaltalín og Andrés Óskarsson. Undir þessum lið sátu allir aðalfulltrúar bæjarstjórnar Norðurþings. Fulltúrar Vísis hf., fóru yfir og kynntu stöðu fyrirtækisins ásamt þeirri vinnu sem unnið er að. Bæjarráð þakkar fulltrúum fyrirtækisins fyrir fundinn.
2.814. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 201403082Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur til kynningar 814. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3.Aðalfundur Skúlagarðs fasteignafélags
Málsnúmer 201403076Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur aðalfundarboð Skúlagarður fateignafélag ehf., sem fram fer í Skúlagarði 15. apríl n.k. og hefst hann kl. 17:00 Bæjarráð felur Þránni Gunnarssyni að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum og Olgu Gísladóttir til vara.
4.Blátt áfram forvarnarverkefni, umsókn um styrk
Málsnúmer 201403070Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur styrkbeiðni frá forvarnarverkefninu Blátt áfram vegna 10 ára afmælisblaði samtakanna. Blátt áfram er forvarnarverkefni gegn kynferðilegu ofbeldi á börnum. Samtökin verða 10 ára á þessu ári og er ætlunin af því tilefni að gefa út veglegt afmælisblað. Bæjarráð þakkar béfritara fyrir erindið en sér sér ekki fært að verða við beiðninni.
5.Eyþing ýmis mál 2014
Málsnúmer 201403078Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggja nokkur mál til kynningar frá Eyþingi. Í fyrsta lagi er kynnt málþing um sóknaráætlun sem haldið verður 30. apríl n.k. Í öðru lagi er fundarboð fulltrúaráðs en það fer fram á Húsavík 8. apríl n.k. Í þriðja og síðasta lagi er boðað til fundar um framtíðarsýn fyrir leikskóla landsins. Slíkir fundir eru haldnir í öllum landshlutum. Lagt fram til kynningar.
6.Félag eldri borgara í Öxarfjarðarhéraði, umsókn um styrk
Málsnúmer 201403083Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur styrkbeiðni frá Félagi eldri borgara í Öxarfjarðarhéraði. Félagið þakkar fyrir veittan stuðning á undanförnum árum, sem hefur verið félaginu mjög mikilvægur. Meðfylgjandi er ársskýrsla félagsins fyrir s.l. ár. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi styrkbeiðni enda gert ráð fyrir henni við gerð fjárhagsáætlun ársins 2014.
7.Fundargerðir Sorpsamlags Þingeyinga ehf 2014
Málsnúmer 201403069Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur fundargerð Samráðsnefndar frá 24. mars s.l. um úrgangsmál. Fundurinn var haldinn í Ýdölum. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
8.Níels Árni Lund, styrkur vegna bókaútgáfu
Málsnúmer 201403084Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur samningur um styrk vegna útgáfu Sléttungu - byggðasögu Melrekkasléttu. Sveitarfélagið Norðurþing og Orkuveita Húsavíkur ohf. koma að þessu útgáfuverkefni sem er eftir Níels Árna Lund. Styrknum er ætlað að mæta útlögðum kostnaði við útgáfu verksins. Styrkurinn er þrískiptur og kemur til greiðslu á næstu þremur árum. Heildarstyrkupphæð Norðurþings er 1.500.000.- krónur. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.
9.Samantekt á uppgjöri skulda Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs við Norðurþing
Málsnúmer 201403037Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur til kynningar samantekt á uppgjöri skulda Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs við Norðurþing. Lagt fram til kynningar.
10.Skipan fulltrúa í stjórn Þekkingarnets Þingeyinga til 2ja ára
Málsnúmer 201404008Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá forstöðumanni Þekkingarnets Þingeyinga, Óla Halldórssyni, þar sem vakin er athygli á að tilnefna þar í stjórn á aðalfundi stofnunarinnar sem fram fer 2. maí n.k. Í stjórn sitja 8 einstaklingar og eru þeir tilnefndir til tveggja ára í senn. Sveitarfélagið Norðurþing tilnefnir einn stjórnarmann. Bæjarráð felur Erlu Sigurðardóttir, fræðslu- og menningarfulltrúa að taka sæti í stjórn f.h. Norðurþings.
11.Stjórn Hvamms boðar til fundar með aðildarsveitarfélögum Dvalarheimilisins
Málsnúmer 201404006Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur fundarboð stjórnar Hvamms og fer hann fram á Ýdölum föstudaginn 4. apríl n.k. Lagt fram til kynningar.
12.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Sigríði Hallgrímsdóttur f.h. Herðubreiðar ehf.
Málsnúmer 201404013Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Húsavík vegna leyfisveitingar til handa Sigríði Hallgrímsdóttur f.h. Herðubreiðar ehf. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama.
13.Örlygur Hnefill Örlygsson f.h. Fasteignafélags Húsavíkur ehf. óskar eftir viðræðum við Norðurþing um kaup á Höfða 24C
Málsnúmer 201404012Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Örlygi H. Örlygssyni f.h. Fasteignafélags Húsavíkur ehf. Fram kemur í erindinu að óskað er eftir viðræðum við sveitarfélagið um kaup á eignarhluta þess í Höfða 24C. Rekin er ferðaþjónusta í hluta húsnæðisins, sem er í eigu Fasteignafélags Húsavíkur ehf., og hafa forsvarsmenn þess áhuga á að byggja nýja viðbyggingu á þeim reit sem telst eign sveitarfélagsins. Hugmynd þessi hefur verið rædd við formann Leikfélags Húsavíkur og mun fyrirtækið gæta hagsmuna þeirra varðandi aðstöðu meðan unnið er að varanlegri lausn í góðri samvinnu við aðila. Bæjarráð frestar erindinu og felur bæjarstjóra að ræða við meðeiganda húsnæðisins.
Fundi slitið - kl. 12:00.