Fara í efni

Fundargerðir Sorpsamlags Þingeyinga ehf 2014

Málsnúmer 201403069

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 101. fundur - 04.04.2014

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð Samráðsnefndar frá 24. mars s.l. um úrgangsmál. Fundurinn var haldinn í Ýdölum. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Bæjarráð Norðurþings - 102. fundur - 10.04.2014

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð stjórnar Sorpsamlags Þingeyinga frá 11. mars s.l. ásamt fundargerð samráðsefndar um sorpmál. Málefnið var áður á dagskrá 101. fundar bæjarráðs. Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Norðurþings - 105. fundur - 08.05.2014

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð stjórnar Sorpsamlags Þingeyinga sem fram fór 2. maí s.l. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Bæjarráð Norðurþings - 110. fundur - 17.07.2014

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð stjórnar Sorpsamlags Þingeyinga ehf. ásamt bréfi til hluthafa félagsins þar sem óskað er eftir láni. Á stjórnarfundi félagsins sem fór fram 7. júlí var samþykkt að leggja til við eigendur að þeir láni allt að 15 milljónir króna sem síðar verði breytt í hlutafé. Af heildarhlutdeildinni ber Norðurþing um 9,9 milljónir króna. Bæjarráð samþykkir að leggja fram upphæð allt að 9,9 milljónum króna sem framlag til félagsins.