Bæjarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Fundargerðir Dvalarheimilis aldraðra 2013
Málsnúmer 201301036Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerðir 40., 42., 43. og 44. fundar stjórnar DA sf. Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
2.Fundargerðir Sambands orkusveitarfélaga 2012 og 2013
Málsnúmer 201202084Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur liggur til kynningar fundargerð 15. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Axeli Yngvasyni fyrir ferðaþjónustu í Skúlagarði
Málsnúmer 201401043Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá Sýslumanninum á Húsavík þar sem óskað er eftir umsögn vegna leyfisveitingar til handa Axel Yngvasyni á endurnýjun rekstrarleyfis til sölu gistingar og veitingu veitinga í Skúlagarði í Kelduhverfi. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama.
4.Félag eldriborgara á Raufarhöfn óskar eftir húsnæði til afnota
Málsnúmer 201401081Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá nýstofnuðu félagi eldri borgara á Raufarhöfn þar sem óskað er eftir afnotum á húsnæði í eigu sveitarfélagsins undir starfsemina. Félagið hefur augastað á Ásgötu 1 (Breiðablik) og þá þann hluta húsnæðisins sem áður var íbúð. Bæjarráð tekur jákvætt í að finna viðeigandi húsnæði undir starfsemi félagsins og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara um málefnið og leggja fram tillögu fyrir bæjarráð.
Fundi slitið - kl. 16:00.