Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
Í upphafi fundar bauð Olga Gísladóttir, varaformaður byggðarráðs nýjan fjármálastjóra, Drífu Valdimarsdóttur, velkomna til starfa.
1.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2018
Málsnúmer 201705145Vakta málsnúmer
Farið verður yfir skipulag og vörður í fjárhagsáætlunargerð sveitarfélagsins. Fjármálastjóri kynnir vinnuna framundan.
Drífa Valdimarsdóttir, fjármálastjóri fór yfir skipulag fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2018.
2.Umsókn til Íbúðalánasjóðs um stofnframlag til leiguíbúða
Málsnúmer 201705198Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar hugmynd að húsnæðisverkefni á vegum sveitarfélagsins, gangi umsókn til ÍLS eftir og stofnstyrkir fást til verksins.
Sveitarstjóri fór yfir fyrirliggjandi hugmyndir að húsnæðisverkefni.
3.Sundlaugin í Lundi - 2017
Málsnúmer 201703045Vakta málsnúmer
Fyrir liggja tvær umsóknir um starf við utanumhald með rekstri sundlaugarinnar í Lundi.
Byggðarráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa Norðurþings að ræða við umsóknaraðila með það í huga að ganga sem fyrst frá samningi við hugsanlegan rekstraraðila.
4.Sandfell - starfsmannaaðstaða
Málsnúmer 201706007Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur beiðni frá byggingarfyrirtækinu Sandfelli um tímabundna starfsmannaaðstöðu/svefnskála í Holtahverfi á Húsavík.
Byggðarráð hafnar því að veita tímabundið leyfi til sólarhrings starfsmannabúða í Holtahverfi. Byggðarráð felur skipulagsfulltrúa að finna aðra staðsetningu til samræmis við umræður á fundinum.
5.Endurskoðun reikninga skv. 5 mgr. 3. gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta
Málsnúmer 201705152Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur bréf frá forsætisráðuneytinu um endurskoðun reikninga skv. 5. mgr. 3. gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
6.Fundarboð - aðalfundur Stapa lífeyrissjóðs 2017
Málsnúmer 201704016Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur bréf frá stjórn Stapa lífeyrissjóðs þar sem boðað er til aukaársfundar sjóðsins árið 2017. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 22. júní í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri og hefst kl. 13:00.
Fundarboðið er lagt fram.
7.Fundargerðir 2017 - Samband íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 201702033Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 850. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerðin er lögð fram.
8.Allsherjar- og menntamálanefnd: Til umsagnar 289. mál, frumvarp til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (brottfall kröfu um ríkisborgararétt).
Málsnúmer 201705185Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar, 289. mál, frumvarp til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (brottfall kröfu um ríkisborgararétt).
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 17:30.