Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum
Málsnúmer 201709171Vakta málsnúmer
Boðað er til ársfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum föstudaginn 6. október kl. 12:15.
Lagt fram til kynningar.
2.Úrskurður matsnefndar vegna eignarnámsbóta
Málsnúmer 201709173Vakta málsnúmer
Borist hefur bréf frá LH lögmönnum fyrir hönd Landsnets þar sem tilkynnt er um fullnaðar- og lokagreiðslu af hálfu Landsnets vegna samninga um uppgjör bóta vegna Þeistareykjalínu 1 við landeigendur Húsavíkurlands.
Lagt fram til kynningar.
3.Lífeyrisskuldbindingar hjúkrunarheimila
Málsnúmer 201511077Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem fjallað er um fullnaðaruppgjör á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila sem starfrækt eru á ábyrgð sveitarfélaga. Í bréfinu er óskað eftir að sveitarfélagið láti vita hyggist það ganga frá samkomulagi á grundvelli bréfsins og að í því tilfelli liggi fyrir formlegt umboð framkvæmdastjóra sveitarfélagsins til að skrifa undir samkomulagið.
Byggðarráð samþykkir að veita sveitarstjóra umboð til að ganga frá samkomulaginu.
4.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2018
Málsnúmer 201705145Vakta málsnúmer
Á fundinn koma sviðsstjórar málaflokka og sjóða og fara yfir fyrstu drög að fjárhagsáætlunum fyrir árið 2018 og stöðu sinna málaflokka.
Byggðarráð þakkar sviðsstjórum fyrir kynningarnar.
Fundi slitið - kl. 17:45.