Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Smávirkjanakostir á starfssvæði AÞ
Málsnúmer 201711099Vakta málsnúmer
Erindi liggur fyrir frá framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga er varðar afstöðu sveitarfélagssins til frumúttektar á smávirkjanakostum á Eyþingssvæðinu af stærðargráðunni 50 kW til 10 MW. Markmið verkefnisins er að kanna möguleika á aukinni sjálfbærni í raforkunotkun með smávirkjunum. Vinna greinargerð sem gefur áhugasömum virkjanaaðilum yfirsýn yfir virkjanakosti á svæðinu. Verkið felst í að metnir verða 50-60 kostir og mun úttektin innihalda kortlagningu vatnsfalla skv. loftmyndakorti og áætlað vatnasvið. Helstu kennistærðir verða metnar, s.s. rennsli, fallhæð afl og framleiðsla og mat lagt á miðlunarmöguleika. Einnig verður horft til líklegra umhverfisáhrifa og mat lagt á tengingar við dreifikerfi.
Smávirkjanir eru allar virkjanir sem eru undir 10 MW og þurfa að jafnaði ekki í umhverfismat.
Smávirkjanir eru allar virkjanir sem eru undir 10 MW og þurfa að jafnaði ekki í umhverfismat.
2.Fyrirspurn um vegvísi fyrir hvalaskoðunarbæinn Húsavík
Málsnúmer 201711027Vakta málsnúmer
Norðursigling óskar eftir efnislegri umræðu um hvort hægt sé að setja upp einhvers konar skilti sem vísar í "Hvalaskoðunarbæ Íslands".
Byggðarráð fagnar hugmyndum um kynningar af þessu tagi. Ferðaþjónustuaðilar eru hvattir til að hafa samráð sín á milli og við Vegagerðina um útfærslu hugmyndarinnar.
3.Ný löggjöf um persónuvernd
Málsnúmer 201706150Vakta málsnúmer
Leiðbeiningar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um nýja persónuverndar löggjöf liggur til kynningar fyrir byggðarráð. Þar kemur m.a. fram að heppilegt verklag í byjun innleiðingu reglugerðarinnar fyrir sveitarfélög sé að setja saman teymi sem stýrir umræddu verkefni. Reglugerðin gildi þvert á svið og því mikilvægt að teymið sé fjölbreytt en í slíku teymi gætu t.d. verið lögfræðingur, tæknimanneskja, mannauðsstjóri og fulltrúi yfirstjórnar.
Lagt fram til kynningar.
4.Fundargerðir Leigufélagsins Hvamms 2017
Málsnúmer 201711096Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Leigufélagsins Hvamms frá 15. nóvember 2017.
Lagt fram til kynningar.
5.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2018
Málsnúmer 201705145Vakta málsnúmer
Fjármálastjóri fer yfir stöðu fjárhagsáætlunarvinnunnar.
Byggðarráð fellst á bókun fræðslunefndar um hækkun á ramma frá fyrri umræðu sem nemur 52 mkr, skv. þeirra beiðni.
Byggðarráð fellst á að taka niður ramma til atvinnumála sem nemur kostnaði við atvinnufulltrúa vegna uppbyggingar stóriðju, en fjármunum veitt til atvinnumála á Raufarhöfn.
Byggðarráð fellst á að hækka ramma til brunamála um rúmar 3,5 kr frá útgefnum ramma, sem og hækkun á ramma þriggja ára áætlunar til samræmis við að ný slökkvistöð komist í gagnið á árinu 2018.
Byggðarráð hvetur til þess að unnið verði að því að sameina búseturéttaríbúðir Dvalarheimilis Hvamms og íbúðir við Útgarð 4 þannig að rekstri íbúðanna verði t.a.m. komið á form húsnæðissjálfseignarstofnunar. Lagt er því til að félagið verði selt á árinu með þetta að leiðarljósi.
Byggðarráð telur mikilvægt að vinna út frá þeirri forsendu að ekki verði ráðist í slíkar fjárfestingar að skuldaviðmið sveitarfélagsins fari ekki yfir heimilt hlutfall skv. lögum, þ.e. 150%. Unnið verði sömuleiðis út frá þessari forsendu fyrir þriggja ára áætlun.
Byggðarráð fellst á að taka niður ramma til atvinnumála sem nemur kostnaði við atvinnufulltrúa vegna uppbyggingar stóriðju, en fjármunum veitt til atvinnumála á Raufarhöfn.
Byggðarráð fellst á að hækka ramma til brunamála um rúmar 3,5 kr frá útgefnum ramma, sem og hækkun á ramma þriggja ára áætlunar til samræmis við að ný slökkvistöð komist í gagnið á árinu 2018.
Byggðarráð hvetur til þess að unnið verði að því að sameina búseturéttaríbúðir Dvalarheimilis Hvamms og íbúðir við Útgarð 4 þannig að rekstri íbúðanna verði t.a.m. komið á form húsnæðissjálfseignarstofnunar. Lagt er því til að félagið verði selt á árinu með þetta að leiðarljósi.
Byggðarráð telur mikilvægt að vinna út frá þeirri forsendu að ekki verði ráðist í slíkar fjárfestingar að skuldaviðmið sveitarfélagsins fari ekki yfir heimilt hlutfall skv. lögum, þ.e. 150%. Unnið verði sömuleiðis út frá þessari forsendu fyrir þriggja ára áætlun.
Fundi slitið - kl. 13:45.
Óli Halldórsson lagði fram eftirfarandi bókun:
„Undirritaður setur fyrirvara við það að sveitarfélög og/eða þeirra samtök eða stofnanir þeirra séu að vinna undirbúningsvinnu af þessu tagi fyrir áhugasama virkjunaraðila. Undanfarið hafa einkafjárfestar verið að sækja á náttúruauðlindir til minni virkjana víða um land, sumar hverjar mjög umdeildar vegna umhverfisáhrifa. Þetta hefur verið bæði í landi í ríkis- og einkaeigu. Það er ekki hlutverk sveitarfélaga að hvetja sérstaklega til virkjunarfjárfestinga af þessu tagi. Eðlilegra er að gera frekar þá sjálfsögðu kröfu til ríkisrekinna orku- og raforkuflutningsfyrirtækja að fundnar verði viðunandi leiðir til að afhenda orku sem nýtist atvinnulífi um land allt.“