Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

237. fundur 15. desember 2017 kl. 12:00 - 12:40 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Gunnlaugur Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Raufarhöfn og framtíðin - staða og framtíðarsýn verkefnisins

Málsnúmer 201710122Vakta málsnúmer

Um áramótin lýkur verkefninu Brothættar byggðir - Raufarhöfn og framtíðin með formlegum hætti. Eftir stendur ákvörðun sveitarstjórnar um framtíð verkefnisins á vegum sveitarfélagsins og hvernig unnið verði með þann árangur sem náðst hefur með verkefninu.

https://www.byggdastofnun.is/is/brothaettar-byggdir/raufarhofn
Byggðarráð ræddi stöðu og framtíð verkefnisins. Fyrir liggja áform um íbúafund á Raufarhöfn á vegum verkefnisstjórnar í byrjun janúar og telur byggðarráð í því ljósi rétt að fresta frekari umfjöllun fram yfir fundinn. Jafnframt verði hverfisráð Raufarhafnar virkjað í tengslum við verkefnið.

2.Skjálfandi 2017- ósk um samstarf

Málsnúmer 201701089Vakta málsnúmer

Borist hefur ósk frá Hörpu Fönn Sigurjónsdóttur um samstarfssamning til þriggja ára vegna Skjálfanda festival.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til viðræðna við Hörpu Fönn Sigurjónsdóttur um mögulegan samstarfssamning vegna menningarhátíðarinnar Skjálfanda.

3.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra

Málsnúmer 201704060Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 196. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 7. nóvember s.l.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:40.