Fara í efni

Raufarhöfn og framtíðin - staða og framtíðarsýn verkefnisins

Málsnúmer 201710122

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 230. fundur - 17.10.2017

Um áramótin lýkur verkefninu Brothættar byggðir - Raufarhöfn og framtíðin með formlegum hætti. Eftir stendur ákvörðun sveitarstjórnar um framtíð verkefnisins á vegum sveitarfélagsins og hvernig unnið verði með þann árangur sem náðst hefur með verkefninu.

https://www.byggdastofnun.is/is/brothaettar-byggdir/raufarhofn
Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir stöðufundi með stjórn Brothættra byggða á Raufarhöfn.

Byggðarráð Norðurþings - 237. fundur - 15.12.2017

Um áramótin lýkur verkefninu Brothættar byggðir - Raufarhöfn og framtíðin með formlegum hætti. Eftir stendur ákvörðun sveitarstjórnar um framtíð verkefnisins á vegum sveitarfélagsins og hvernig unnið verði með þann árangur sem náðst hefur með verkefninu.

https://www.byggdastofnun.is/is/brothaettar-byggdir/raufarhofn
Byggðarráð ræddi stöðu og framtíð verkefnisins. Fyrir liggja áform um íbúafund á Raufarhöfn á vegum verkefnisstjórnar í byrjun janúar og telur byggðarráð í því ljósi rétt að fresta frekari umfjöllun fram yfir fundinn. Jafnframt verði hverfisráð Raufarhafnar virkjað í tengslum við verkefnið.

Byggðarráð Norðurþings - 239. fundur - 12.01.2018

Fyrir byggðarráði liggur minnisblað sveitarstjóra, fjármálastjóra og framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Þingeyginga um aukið samstarf og slagkraft í atvinnu- og samfélagsþróun á Raufarhöfn.
Byggðarráð telur brýnt að áfram verði unnið með íbúum Raufarhafnar að atvinnumálum eftir að verkefni Byggðastofnunar um brothættar byggðir „Raufarhöfn og framtíðin“ lýkur. Byggðarráð samþykkir að koma að því að stofna nýtt stöðugildi á Raufarhöfn sem fái það hlutverk að vinna að atvinnu- og samfélagstengdum málum. Sveitarstjóra er falið að útfæra verkefnið í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga. Stefnt verði að því að Norðurþing fjármagni með nýju fjárframlagi sem nemur u.þ.b. 50% af starfinu og leggi til aðstöðu eftir samkomulagi.

Byggðarráð Norðurþings - 301. fundur - 12.09.2019

Nanna Steina Höskuldsdóttir kemur á fund byggðarráðs og fer yfir málefni Raufarhafnar.
Byggðarráð þakkar Nönnu Steinu fyrir komuna.

Byggðarráð Norðurþings - 315. fundur - 06.02.2020

Á fund byggðarráðs kemur Nanna Steina Höskuldsdóttir verkefnastjóri atvinnu- og samfélagsþróunar með starfsstöð á Raufarhöfn og fer yfir stöðu og framtíðarsýn verkefnisins, Raufarhöfn og framtíðin.
Byggðarráð þakkar Nönnu Steinu fyrir komuna og fyrir greinargóðar upplýsingar um stöðu og framtíðarsýn verkefnisins, Raufarhöfn og framtíðin.