Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
Bergur Elías Ágústsson tók þátt í fundinum í gegnum síma.
1.Yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga.
Málsnúmer 201809106Vakta málsnúmer
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur tekið saman yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga, skv. 1. mrg. 7. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011. Yfirlitinu er ætlað til leiðbeiningar fyrir sveitarfélög við stefnumótun og áætlanagerð ásamt því að auðvelda umræðu og yfirsýn yfir skyldur og hlutverk sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
2.Slökkvilið Norðurþings - ný bifreið
Málsnúmer 201810011Vakta málsnúmer
Norðurþing og PCC Bakkisilicon gerðu með sér samkomulag um kaup á slökkvibifreið fyrir slökkvilið Norðurþings, sem unnið hefur verið að uppsetningu á í Póllandi. Bifreiðin er um það bil að verða klár og er áætlað að hún verði komin til Húsavíkur innan fjögurra vikna. Fulltrúar frá slökkviliðinu munu fara utan og taka bifreiðina út og fylgja henni til landsins.
Lagt fram til kynningar.
3.Vinnuáætlun byggðarráðs 2018-2019
Málsnúmer 201810004Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja drög að vinnuáætlun fyrir tímabilið september 2018 - júní 2019 þar sem koma fram helstu mál sem eru til afgreiðslu og umræðu í hverjum mánuði.
Lagt fram til kynningar.
4.Fundargerðir Eyþings 2016-2018
Málsnúmer 201603019Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 309. fundar stjórnar Eyþings.
Lagt fram til kynningar.
5.Breytingar á þjónustustöðvum VÍS
Málsnúmer 201810010Vakta málsnúmer
Nýverið tilkynnti Vátryggingarfélag Íslands (VÍS) breytingar á starfsemi félagsins sem snertir m.a. þjónustustöð fyrirtækisins á Húsavík. Hefur henni verið lokað nú þegar og sameinuð þjónustuskrifstofu VÍS á Akureyri. Enn starfa þó þrír starfsmenn félagsins á Húsavík og sinna öðrum störfum en beinum tengslum við viðskiptavini fyrirtækisins. Á fundinn koma Þorvaldur Þorsteinsson og Ingvi Hrafn Ingvason viðskiptastjórar hjá VÍS á Akureyri.
Kristján Þór Magnússon víkur af fundi undir þessum lið.
Byggðarráð Norðurþings harmar ákvörðun VÍS um að breyta starfsumhverfi á starfsstöð félagsins i Norðurþingi og mun i framhaldi skoða stöðu sína gagnvart tryggingarsamningi milli aðila. Farið verður nánar yfir málið á næsta fundi byggðarráðs.
Byggðarráð Norðurþings harmar ákvörðun VÍS um að breyta starfsumhverfi á starfsstöð félagsins i Norðurþingi og mun i framhaldi skoða stöðu sína gagnvart tryggingarsamningi milli aðila. Farið verður nánar yfir málið á næsta fundi byggðarráðs.
6.Staða og rekstur kísilverksmiðju PCC Bakkisilicon - umræður við nýjan forstjóra
Málsnúmer 201810013Vakta málsnúmer
Til fundar við byggðarráð kemur Jökull Gunnarsson nýráðinn forstjóri PCC BakkiSilicon hf. og fer yfir stöðu mála er snýr að rekstri verksmiðju PCC á Bakka; núverandi stöðu, framtíðarhorfur o.fl.
Byggðarráð þakkar Jökli fyrir komuna og veittar upplýsingar um stöðu mála og framtíðaráform hjá PCC BakkiSilicon hf.
Kristján Þór vék af fundi kl.10:30.
Kristján Þór vék af fundi kl.10:30.
7.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2019
Málsnúmer 201805247Vakta málsnúmer
Á fund byggðarráðs mæta sviðstjórar málaflokka og fara yfir stöðuna á vinnu fjárhagsáætlunar sinna sviða.
Bergur Elias Ágústsson vék af fundi kl. 10:45.
Jón Höskuldsson, fræðslufulltrúi og Kjartan Páll Þórarinsson tómstunda- og æskulýðsfulltrúi komu á fundinn og fóru yfir stöðu vinnunnar við gerð fjárhagsáætlunar sinna málaflokka.
Benóný Valur Jakobsson vék af fundi kl. 10:55.
Byggðarráð fór yfir málaflokkana atvinnumál, sameiginlegur kostnaður og brunamál og almannavarnir.
Byggðarráð þakkar sviðsstjórum fyrir kynningarnar.
Jón Höskuldsson, fræðslufulltrúi og Kjartan Páll Þórarinsson tómstunda- og æskulýðsfulltrúi komu á fundinn og fóru yfir stöðu vinnunnar við gerð fjárhagsáætlunar sinna málaflokka.
Benóný Valur Jakobsson vék af fundi kl. 10:55.
Byggðarráð fór yfir málaflokkana atvinnumál, sameiginlegur kostnaður og brunamál og almannavarnir.
Byggðarráð þakkar sviðsstjórum fyrir kynningarnar.
Fundi slitið - kl. 11:40.