Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

296. fundur 25. júlí 2019 kl. 08:30 - 09:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Silja Jóhannesdóttir varaformaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Silja Jóhannesdóttir tekur þátt í fundinum í gegnum síma.

1.Heimsókn ríkisstjórnar Íslands

Málsnúmer 201905136Vakta málsnúmer

Áformuðum fundi ríkisstjórnar Íslands sem vera átti í Mývatnssveit þann 13. júní s.l. var frestað og hefur nú verið boðað til fundarins að nýju þann 8. ágúst n.k.
Byggðarráð tilnefnir Kristján Þór Magnússon og Hjálmar Hafliðason sem fulltrúa Norðurþings á fundinum og Silju Jóhannesdóttur og Hafrúnu Olgeirsdóttur til vara.

2.Fasteignamat 2020

Málsnúmer 201907061Vakta málsnúmer

Þjóðskrá Íslands tilkynnir um endurmat fasteigna sem tekur gildi 31. desember 2019.
Fram kemur að breyting á heildarfasteignamati í Norðurþingi er hækkun um 0,1%.
Lagt fram til kynningar.

3.Örnefnanefnd, ensk nöfn á íslenskum stöðum.

Málsnúmer 201907055Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf Örnefnanefndar þar sem nefndin mælir með því að reynt verði að finna leiðir til að bregðast við ef ensk nöfn á íslenskum stöðum eru líkleg til að festast í sessi. Örnefnanefnd beinir þeim tilmælum til sveitarfélaga að hafa frumkvæði að því að gefa stöðum nöfn þegar þörf á því kemur upp og sporna þarf gegn óviðunandi nafni sem annars gæti fest í sessi.
Lagt fram til kynningar.

4.Ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa hestamannafélaginu Grana.

Málsnúmer 201907051Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn sveitarfélagins vegna umsóknar Hestamannafélagsins Grana um tækifærisleyfi í tilefni af dansleik á Mærudögum frá kl. 23:00 þann 26. júlí til kl. 03:00 þann 27. júlí n.k.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn um tækifærisleyfið og hvetur leyfishafa til að fylgja eftir skyldu sinni að ekki sé selt áfengi eftir að leyfistími er útrunninn og aldurstakmarkanir séu virtar.

5.Ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Samlokunni ehf.

Málsnúmer 201907056Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn sveitarfélagins vegna umsóknar Samlokunnar ehf. um tímabundið áfengis- og tækifærisleyfi í tilefni af Mærudögum frá 24. júlí til 30. júlí n.k. milli kl. 07:30 og 00:00 hvern dag.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn um tækifærisleyfið og hvetur leyfishafa til að fylgja eftir skyldu sinni að ekki sé selt áfengi eftir að leyfistími er útrunninn og aldurstakmarkanir séu virtar.

6.Ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa AB djús ehf.

Málsnúmer 201907064Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn sveitarfélagins vegna umsóknar AB djús ehf. um tímabundið tækifærisleyfi í tilefni af Mærudögum frá kl. 14:00-22:00 þann 26. júlí og frá kl. 14:00-23:00 þann 27. júlí.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn um tækifærisleyfið.

7.Hraðatakmarkanir á Húsavík og annarra þéttbýlisstaða innan Norðurþings

Málsnúmer 201709113Vakta málsnúmer

Á 39. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs voru samþykktar hraðatakmarkanir í þéttbýli á Húsavík og á fundi ráðsins var bókað:
"Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir með áorðnum breytingum og vísar málinu til afgreiðslu í sveitarstjórn"
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um hraðatakmarkanir í þéttbýli á Húsavík.

8.Skipulags- og framkvæmdaráð - 39

Málsnúmer 1907004FVakta málsnúmer

Til máls tóku undir lið 1; Bergur Elías, Helena, Kolbrún Ada, Silja og Hafrún.
Til máls tóku undir lið 4; Bergur Elías, Helena, Kolbrún Ada, Silja og Hafrún.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:30.