Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

397. fundur 25. maí 2022 kl. 08:30 - 10:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Aldey Unnar Traustadóttir sat fundinn í fjarfundi.

Undir lið 1. sátu fundinn í fjarfundi neðantaldir.
Hverfisráð Raufarhafnar: Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir
Hverfisráð Kelduhverfis: Jónas Þór Viðarsson
Hverfisráð Öxarfjarðar: Brynjar Þór Vigfússon

Aldey Unnar Traustadóttir vék af fundi kl: 09:50.

1.Viðræður við Björgu Capital vegna Aðalbrautar 20-22 á Raufarhöfn

Málsnúmer 202112087Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi ráðsins var bókað: Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna drög að svari við erindinu í samvinnu við lögmann sveitarfélagsins. Einnig þarf sveitarfélagið að eiga samtal við sín hverfisráð og mun boða þau til fundar áður en lengra er haldið með málið og frekar ákvarðanir teknar.

Formenn hverfisráða sitja fundinn í fjarfundi.
Byggðarráð þakkar fulltrúum hverfisráða fyrir komuna á fundinn.

Formaður byggðarráðs fór yfir stöðu málsins og var málið töluvert rætt. Hverfisráðin munu kynna stöðuna fyrir sínu fólki áður en lengra verður haldið.

2.Endurskoðun samþykkta Norðurþings 2021

Málsnúmer 202102059Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja samþykktir Norðurþings með athugasemdum frá innviðaráðuneytinu. Taka þarf afstöðu til athugasemdanna.
Byggðarráð samþykkir að lagfæra samþykktirnar eftir ábendingu þar um frá innviðaráðuneytinu og vísar þeim til umræðu og samþykktar í sveitarstjórn með áorðnum breytingum.

3.Áætlanir vegna ársins 2023

Málsnúmer 202205060Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur tillaga að vinnuferli vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023 og næstu þriggja ára þar á eftir.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi vinnuferli.

4.Beiðni um aðkomu Norðurþings að undanþágu á löndunarskyldu til vinnslu í heimabyggð

Málsnúmer 202105003Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Birni Jónssyni f.h. Útgerðarfélagsins Röðuls ehf., Herði Þorgeirssyni f.h. Ránar ehf., Snorra Sturlusyni f.h. Útgerðarfélagsins Ugga ehf. og Jóni Tr. Árnasyni f.h. Æðaskers ehf. þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið fari þess á leit við sjávarvútvegráðuneytið að gerð verði undanþága á löndunarskyldu til vinnslu í heimabyggð með hrognkelsi fiskveiðiárið 2021/2022 og landanir muni teljast til viðmiðurnar vegna byggðakvóta 2020/2021 sem úthlutað verður á fiskveiðiárinu 2021/2022.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir undanþágu við matvælaráðuneytið í samræmi við ofangreinda beiðni fyrir þetta fiskveiðiár.

5.Ósk um umsögn um tækifærileyfis vegna sjómannadags dansleikjar í Félagsheimilinu Hnitbjörg

Málsnúmer 202205076Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að veita umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi.

Staðsetning skemmtanahalds: Félagsheimilið Hnitbjörg, Aðalbraut 27, 675 Raufarhöfn.
Tilefni skemmtanahalds: Sjómannadags dansleikur.
Áætlaður gestafjöldi: 150. Áætluð aldursdreifing gesta: frá 18 ára aldri.
Tímasetning viðburðar: 11. júní 2022 frá kl. 23:00 til kl. 03:00 aðfararnótt 12. júní 2022.
Helstu dagskráratriði: Dansleikur í tilefni sjómannadags.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.

6.Ósk um styrk vegna hátíðahalda á Sjómannadaginn

Málsnúmer 202205102Vakta málsnúmer

Ósk hefur borist frá Sjómannadagsráði um styrk vegna hátíðahalda á Sjómannadaginn. Undanfarin ár hefur verið veittur styrkur að fjárhæð 100.000,- kr.
Byggðarráð samþykkir styrk vegna hátíðahalda á Sjómannadaginn að fjárhæð 100.000,- kr.

7.Rannsóknarstöðin Rif, ársskýrsla 2021

Málsnúmer 202205095Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur meðfylgjandi greinargerð um starfsemi Rannsóknastöðvarinnar Rifs fyrir árið 2021. Samkvæmt samningi um verkefni Rannsóknastöðvarinnar ber Náttúrustofunni að skila slíkri greinargerð í upphafi hvers árs.
Í samningnum kemur fram að greiðsla vegna ársins 2022 fari fram samhliða skilum á greinargerð vegna starfsemi ársins 2021. Því er þess óskað hér með að Norðurþing greiði sitt framlag 3 m.kr í kjölfar þessara skila á greinargerð ársins 2021.
Byggðarráð þakkar fyrir ítarlega greinargerð vegna starfsemi Rannsóknarstöðvar Rifs vegna ársins 2021 og felur sveitarstjóra að greiða umsamda fjárhæð 3 m.kr vegna ársins 2021 til félagsins.

8.Sólstöðuhátíð á Kópaskeri 2022

Málsnúmer 202205097Vakta málsnúmer

Atvinnu- og samfélagsfulltrúi í Öxarfirði óskar eftir styrk að fjárhæð 250.000 krónur vegna árlegrar Sólstöðuhátíðar á Kópaskeri.
Byggðarráð samþykkir styrk að upphæð 250.000 kr vegna Sólstöðuhátíðar á árinu 2022.

9.Fundargerðir fulltrúaráðs HNÞ bs. 2020-2022

Málsnúmer 202012062Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fundargerð fulltrúaráðs Héraðsnefndar Þingeyinga bs. haldinn á Breiðumýri, Þingeyjarsveit 2. maí 2022 kl. 13:00.
Lagt fram til kynningar.

10.Velferðanefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2022

Málsnúmer 202202025Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Alþingis; Til umsagnar tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda, 592. mál.
Lagt fram til kynningar.

11.Umhverfis- og samgöngunefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2022

Málsnúmer 202202078Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis;

Til umsagnar frumvarp til laga um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, 563. mál.

Til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (íbúakosningar á vegum sveitarfélaga), 571. mál.
Lagt fram til kynningar.

12.Allsherjar- og menntamálanefnd, til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2022

Málsnúmer 202203064Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd), 595. mál.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.