Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Uppbygging íbúahverfis á Húsavík
Málsnúmer 201606149Vakta málsnúmer
Viðræður milli sveitarfélagsins Norðurþings og PCC Seaview Residences ehf standa yfir um uppbygging Holtahverfis á Húsavík. Ákvörðun skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings nýverið um að fyrirhuguð áform félagsins rúmist ekki innan ríkjandi deiliskipulags krefst þess að breytingar verði gerðar til samræmis við þau áform sem nú eru uppi, ef af verkefninu á að verða.
2.Aðalfundur Fjallalambs árið 2016
Málsnúmer 201607004Vakta málsnúmer
Aðalfundur Fjallalambs hf. fór fram föstudaginn 8. júlí sl. Sveitarstjóri sat fundinn f.h. Norðurþings.
Sveitarstjóri skýrði frá efni aðalfundar Fjallalambs sem haldinn var 8. júlí sl. Þar kom fram að Gunnlaugur Aðalbjarnarson, fjármálastjóri Norðurþings var kosinn í stjórn félagsins.
3.Rekstaráætlanir sveitarfélaganna 2016
Málsnúmer 201511017Vakta málsnúmer
Rekstraráætlun Dvalaheimilis aldraðra (Hvamms) fyrir árið 2016 var samþykkt á aðalfundi félagsins nýverið. Áætlunin gerir ráð fyrir hærri framlögum eignaraðila til heimilisins frá því sem búið var að tilkynna sveitarfélögunum.
Endurskoðuð rekstraráætlun Dvalarheimilis aldraðra lögð fram til kynningar.
4.Vinna við landsáætlun um uppbyggingu innviða - greining á uppbyggingarþörf
Málsnúmer 201605051Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar.
5.Niðurfelling sorphirðugjalds - Klifagata 2a
Málsnúmer 201604159Vakta málsnúmer
Byggðarráð hafnar erindinu.
6.Frá orlofsnefnd húsmæðra í Suður-Þing
Málsnúmer 201604172Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir beiðnina.
7.Fasteignagjöld
Málsnúmer 201607185Vakta málsnúmer
Byggðarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu með vísan til gildandi reglna um afslætti á fasteignagjöldum í sveitarfélaginu.
8.Mærudagar 2016
Málsnúmer 201607188Vakta málsnúmer
Sveitarstjóri leggur til að í samræmi við undangengin ár verði sú lína lögð að vínveitingaleyfi til torgsöluaðila á hátíðasvæði Mærudaga gildi ekki lengur en til kl. 1:00 eftir miðnætti.
Byggðarráð hvetur leyfishafa til að fylgja fast eftir sinni skyldu að ekki sé selt áfengi eftir að leyfistími er útrunninn og aldurstakmarkanir séu virtar.
Byggðarráð hvetur leyfishafa til að fylgja fast eftir sinni skyldu að ekki sé selt áfengi eftir að leyfistími er útrunninn og aldurstakmarkanir séu virtar.
Fundi slitið - kl. 15:00.
Sveitarstjóra, ásamt Garðari og Snæbirni falið að vinna áfram í málinu.